Hönnun rafrása með Inkscape

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 11:54, 17 December 2008 by Spm (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Til að hanna rafrásir í Inkscape þarf fyrst og fremst að huga að mælieiningum. Ágætt er að vinna alltaf í millimetrum.

Best er að byrja á því að skilgreina stærð pappírsins sem stærð brettisins sem þú ætlar að vinna með (t.d. 10x10cm) og gera bakgrunninn svartan. Rásirnar sjálfar verða þá hvítar, en þessir litir eru svo túlkaðir seinna af CAD.py.

Íhlutir

Vírar

Vistun til fræsingar

Vista sem PNG mynd með 600 DPI upplausn. Gæta skal þess að allaveganna 30 pixla rammi (2 mm) utan um teikninguna sem ekkert er á svo að hægt verði að búa til skurðarmöskva.

Að útbúa skurðarmöskva

Teiknaðu hvítt form þvert yfir alla rásina nema skildu 2mm kant eftir á jaðrinum sem er hægt að skera eftir. Vistaðu svo með 600 DPI upplausn og athugaðu hvort það sé ekki örugglega 30 pixla rammi í myndinni.

Fræsing með CAD.py

Þetta er gert í tveimur skrefum. Fyrst er rásin fræst með rásarmyndinni, og svo er rásin skorin út með skurðarmöskvanum. Sjá Fræsing rafrása með CAD.py.