Þéttar

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 16:00, 1 March 2009 by Arnar Smári (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Þéttar

Þéttar eru til í mörgum útgáfum bæði með tilliti til stærðar og úr hverju þeir eru búnir til. Þéttar geta geymt hleðslur og virka því eins og örsmáar rafhlöður þó að erfitt sé að nota þá sem slíkar. Þessi eiginleiki þétta til að geyma hleðslu nefnist rýmd og er mæld í farödum (F). Hversu mikill straumur rennur í gegnum þétti er háð tíðninni á spennumerkinu sem er sett yfir hann. Þannig geta þeir virkað til að hleypa ákveðnum tíðnum í gegn en sá eiginleiki hentar vel við útvarpssmíði og er hann notaður til að stilla af tíðnina á útvarpsstöðinni sem við viljum hlusta á.

Um Farad

Farad er stór eining þannig að yfirleitt er margföldunarstuðull fyrir framan: míkrófarad = μF, 1 μF = (1/1.000.000)F, nanófarad = nF, 1 nF = (1/1.000.000.000)F og píkófarad = pF, 1 pF = (1/1.000.000.000.000)F.

Munurinn á plast- og Rafvökvaþéttum

Orkugeymandi eining sem í okkar tilviki verður aðeins notuð til þess að halda stöðugleika í spennu. Til eru ýmsar gerðir af þéttum, m.a. plastþéttar og rafvökvaþéttar. Plastþéttar geta snúið á hvorn veginn sem er þegar þeir eru settir í rás, en það skiptir máli hvernig rafvökvaþéttirinn snýr.

Um þéttara og stærð þeirra

Gerð þétta ræðst af því hversu mörg farad þeir eiga að vera.

 Litlir þéttar
 (1 pF – 50 nF) eru búnir til úr keramík. Þeir eru merktir með bókstöfum og oft er F-inu 
 sleppt (dæmi 4n7 þýðir 4,7 nanófarad og 27p þýðir 27 píkófarad).
 Meðalstórir þéttar, 1 nF–10 μF eru búnir til úr plasti og kallaðir plastþéttar. 
 Þeir eru oft skringilega merktir því í stað einingarinnar farad er notuð einingin píkófarad 
 og í stað þess að nota bókstafinn N er notaður bókstafurinn K sem stendur 
 fyrir kílópíkófarad. Dæmi um þetta er að 4,7 nanófarada þéttir er   
 merktur 4k7.
  
   Stórir þéttar
 (1μF – 1F) eru svokallaðir rafvökvaþéttar. Rafvökvaþéttar skera sig 
 úr hinum þéttunum vegna þess að þeir eru pólaðir. Það þýðir að önnur leiðslan 
 út úr þéttinum er merkt +, plús en hin , mínus. 
 Rafvökvaþéttar verða að vera tengdir á réttan hátt því annars skemmast þeir.  Þeir eru alltaf 
 merktir með stórum og greinilegum bókstöfum, dæmi 10 μF táknar 10 míkrófarad.