Frjáls hugbúnaður og opnir staðlar

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 15:39, 11 October 2010 by ValurV (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Þessi síða er unnin upp úr undirvefnum Stafrænt frelsi á UT vefnum.

Frelsi einstaklingsins hefur í gegnum árin verið mikilvægur þáttur í þróun allra samfélaga. Þegar þátttaka í samfélaginu færist yfir á stafrænt form má ekki gleyma að viðhalda þessu sama frelsi einstaklingsins.

Stafrænt frelsi er frelsi neytenda verka og upplýsinga á stafrænu formi til þess að nýta, kynna sér, aðlaga, bæta og dreifa verkunum og upplýsingunum. Skilgreining stafræns frelsis er því skilgreining frjáls hugbúnaðar útvíkkuð þannig að hún nái til allra stafrænna verka og upplýsinga. Frjáls og opinn hugbúnaður telst vitaskuld veita notendum sínum stafrænt frelsi og opnir staðlar, eins og þeir eru skilgreindir af Evrópusambandinu, veita sama frelsið. Önnur verk eins og tónlist og kvikmyndir geta á sama hátt verið frjáls verk.

Frjáls hugbúnaður

Frjáls hugbúnaður gefur notendum hans frelsi til að nota, kynna sér, aðlaga, dreifa og bæta hugbúnaðinn eftir eigin þörfum. Opinn hugbúnaður höfðar til fyrirtækja og felur í sér lýðræðislega þróun á hugbúnaði. Hér fyrir neðan er að finna tengla inn á vefsíður þar sem hægt er að nálgast frjálsan hugbúnað.

Inkscape Vektor teikniforrit sem styður SVG. Svipar til Corel Draw

The GIMP Raster myndvinnsluforrit, sambærilegt við Photoshop

Blender 3D hönnunarforrit, nokkuð sambærilegt við 3D Studio Max eða Maya

OpenOffice.org Skrifstoffupakki, sambærilegur við Microsoft Office

Python Öflugt en einfalt forritunarmál

Firefox Vafri

Thunderbird Póstforrit

Audacity Hljóðvinnsluforrit


lesa meira...

Opnir staðlar

Þótt undarlegt megi virðast er enginn formleg skilgreining til á því hvað telst vera opinn staðall. Samtök, stofnanir og ríkisstjórnir ýmissa landa hafa mismunandi skilgreiningar á opnum staðli, en þær byggjast þó allar á því að ekki sé hægt að innheimta gjöld vegna hugverkaréttinda í opnum staðli og oftast innihalda skilgreiningarnar einnig kröfur um opin ákvörðunarferli og auðvelt aðgengi. Einkaleyfi eru vandmeðfarin í tengslum við staðla þar sem handhafi einkaleyfis getur innheimt notendur staðalsins um einkaleyfagreiðslur. Því fjalla margar skilgreiningar á opnum staðli um einkaleyfi eða innheimtu gjalda af einkaleyfum og öðrum hugverkarétti.

Opnir staðlar sem lýsa tilteknum sniðum, til dæmis skráarsniðum, eru gjarnan kallaðir opin snið.

lesa meira...

Frjálst samfélag

Frjálsa samfélagið, fólk sem hefur áhuga á, notar og vinnur með frjáls verk, er nokkurs konar menningarsamfélag í stafrænum heimi. Þar af leiðandi nær hugtakið frjáls menning (e. free culture) yfir frjáls verk og opið aðgengi sem veita neytendum stafrænt frelsi. Frjáls menning leyfir frjálsa sköpun og notkun verkanna í þágu listarinnar og sköpunar. Flest frjáls verk, önnur en hugbúnaður, eru oft gerð að sköpunarsameign með því að nota sameignarleyfin fyrir sköpun (e. Creative Commons).

lesa meira...

Heimildir