Grassfire

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Grassfire reikniritið er endurkvæmt reiknirit sem nýtist í ýmsum tilgangi. Í grunninn gengur það út á að valinn er einn punktur í mengi og "eldur" látinn dreifast frá þeim punkti þar til að ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Skilyrðin geta verið misjöfn, en dæmi um skilyrði væri að ákveðinni fjarlægð sé náð frá upphafspunkti.

Gervigreindir óvina í tölvuleikjum nota þetta reiknirit stundum til að finna út á hvað á að ráðast. Í forritum sem útbúa skurðarbrautir fyrir fræsivélar má nota þetta til að finna út hvar tönnin á að skera miðað við að það þurfi að ná ákveðinni fjarlægð frá útlínunum.

Fraesing innan.png