Hlaði

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 14:13, 8 July 2009 by Spm (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Hlaði er biðröð þar sem það fyrsta sem fer á hlaðann kemur síðast af honum. Þetta er því því kalla FILO (First In, Last Out). Gôð myndlíking fyrir þetta er pringles dós: þú getur ekki náð neðstu flöguna úr dósinni nema að taka allar hinar flögurnar upp úr fyrst.

Einföld reiknivél

Þegar við framkvæmum reikniaðgerðir eins og +, -, * og / þá ritum við þær oftast á infix formi, þannig að aðgerðin komi á milli talnanna sem hún tekur til: 2 - 3. En allt eins væri hægt að rita aðgerðina á undan (prefix) eða á eftir (postfix): - 2 3 eða 2 3 -

Búum til postfix reiknivél með pringles dós. Við byrjum með dósina tóma og flögurnar fyrir framan okkur, ásamt runu af táknum. Reikniritið er þannig:

  1. Við tökum eitt tákn á fætur öðru úr rununni
  2. Ef að táknið er tala þá skrifum við töluna á flögu með tússpenna og setjum hana ofan í dósina.
  3. Ef að táknið er +, -, * eða /, þá tökum við tvær flögur upp úr, beitum aðgerðinni á tölurnar tvær í þeirri röð sem við tókum þær upp úr, og setjum niðurstöðuna ofan í dósina.