Difference between revisions of "Impra"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
(New page: [http://www.impra.is Impra] er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur skrifstofur ...)
 
(tengill einnig á Höfn)
 
Line 1: Line 1:
[http://www.impra.is Impra] er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur skrifstofur í Reykjavík, á [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri|Akureyri]], [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði|Ísafirði]] og [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum|Vestmannaeyjum]].
+
[http://www.impra.is Impra] er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur skrifstofur í Reykjavík, á [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Akureyri|Akureyri]], [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði|Ísafirði]], [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Höfn|Höfn]] og í [[Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum|Vestmannaeyjum]].
  
 
Impra veitir öllum frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi leiðsögn, sama er í hvaða atvinnugrein þau eru, hvort heldur á sviði iðnaðar, sjávarútvegs, þjónustu eða annarra greina íslensks atvinnulífs.
 
Impra veitir öllum frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi leiðsögn, sama er í hvaða atvinnugrein þau eru, hvort heldur á sviði iðnaðar, sjávarútvegs, þjónustu eða annarra greina íslensks atvinnulífs.

Latest revision as of 16:47, 20 October 2008

Impra er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hefur skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, Höfn og í Vestmannaeyjum.

Impra veitir öllum frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi leiðsögn, sama er í hvaða atvinnugrein þau eru, hvort heldur á sviði iðnaðar, sjávarútvegs, þjónustu eða annarra greina íslensks atvinnulífs.

Impra starfrækir frumkvöðlasetur til stuðnings frumkvöðlum og framgangi nýrra hugmynda.

Impra leiðir mótun sértækra stuðningsverkefna sem stuðla að bættum rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja og framgangi viðskiptahugmynda. Auk þess er Impra vettvangur samstarfs íslenskra og erlendra frumkvöðla og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Impra er ráðgjafi stjórnvalda um stuðningsaðgerðir við nýsköpun og bætt rekstrarskilyrði og rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Impra er aðsetur tengiliðar Félags kvenna í atvinnurekstri.

Hjá Impru er á einum stað hægt að leita aðstoðar um allt sem við kemur viðskiptahugmyndum og almennum rekstri fyrirtækja. Hægt er að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum um leiðsögn og upplýsingar varðandi mismunandi þætti hugmynda og reksturs. Jafnframt eru gefin út leiðbeiningarit og fylgst náið með því sem er að gerast hérlendis og erlendis fyrir frumkvöðla og fyrirtæki.