Lögmál Ohms

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Ohmslögmál eða lögmál Ohms er regla í rafmagnsfræði, sem segir að rafstraumur í rafrás sé í réttu hlutfalli við rafspennu. Ohmslögmál er kennt við George Ohm (1789-1854) og skilgreinir rafmótstöðu (rafviðnám) R rafrásar, sem hlutfall spennu V og straums I í rásinni, þ.e.

  • I = V/R eða
  • Amper = Volt/Óm

Mælieiningar

  • Amper = Mælieining á styrkleika rafstraums (tákn A)
  • Volt = mælieining á spennu rafstraums (tákn V), þ.e. spennumun milli tveggja staða í leiðara sem 1 ampers jafnstraumur fer um þegar orkutapið milli staðanna er 1 vatt (V = R/A)
  • Óm = mælieining á rafviðnám (tákn R), þar sem 1 óm er viðnámið milli tveggja staða í leiðara ef spennumunurinn 1 volt milli staðanna skapar strauminn 1 amper þar þegar engin íspenna myndast í leiðaranum