Difference between revisions of "Laserskurður"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
 
Line 237: Line 237:
 
| X  
 
| X  
 
| X  
 
| X  
| 20/100
+
| x/x
| 25/100
+
| x/x
| 5/100
+
|100/5  
 
| 1mm – 80/90/500
 
| 1mm – 80/90/500
 
|-
 
|-

Latest revision as of 12:51, 12 June 2016

Tölvustýrðar laserskurðarvélar eru notaðar til að skera og grafa í efni. Laser er í raun skammstöfun fyrir Light Amplification by Stimulation of Emitted Radiation, en þetta þýðir í raun að laser örvar ljós og beinir því í tiltekna átt. Ljósið er leitt í gegnum rör sem inniheldur spegla, og skýst svo út að efninu. Laserinn er með ljóstíðni sína stillta á eigintíðni einhvers mögnunarmiðils – gjarnan kodíoxíð, nitur, vetni eða helíum – til að grafa sig í gegnum efni.

Virkni og öryggisatriði

Vegna hitans sem myndast við þetta er töluverð eldhætta af laserum, sérstaklega þegar skorið er í eldfim efni eins og plexigler eða timbur. Því er mikilvægt að fylgjast alltaf vel með þegar verið er að nota laser til að grafa eða skera í efni.

Við skurð myndast mun meiri hiti en við gröft, og því er að öllu jöfnu notuð loftdæla til að sprauta þrýstilofti á skurðarflötinn til að kæla hann og hjálpa þannig lasernum að vinna vinnuna sína. Koldíoxíðslaserar (CO2 laserar) eru algengasta gerð skurðarlasera þar sem koldíoxíð er til í miklu magni í umhverfi okkar. En þar sem að eigintíðni koldíoxíðs er á innrauða ljósbilinu þá er ljósið frá þeim innrautt og er því skaðlegt fyrir augu manna. Stál og gler drekka í sig innrautt ljós, þannig að manni er óhult meðan eitthvað þessháttar er fyrir. Flestir iðnaðarlaserar hafa innbyggða öryggisþætti til að slökkni á lasernum um leið og lokið er tekið ofan af þeim, bæði til að koma í veg fyrir augnskaða og líka alvarleg meiðsli. Oftast er lokið gert úr gleri til að hægt sé að sjá hvað er að gerast.

Hvernig á að nota laser

<video type="youtube">SbyrheUTFd0</video>

Vinnusv.jpg

Framkvæmd

35 watta Epilog laser hefur þrjár stillingar: afl, tíðni og hraði. Aflið er gefið í milliwöttum (mW), á skalanum frá 1 til 3500 mW. Tíðnin er gefin í hertzum (Hz), frá 1 upp í 5000 Hz. Hraðinn stjórnar hversu hratt laserinn ferðast eftir yfirborði efnisins og er gefinn upp á skalanum 1 til 100.

Afl ræður því hversu mikil orka er sett í skurðinn. Almennt þýðir meira afl dýpri skurður en þó skal að gætt að með meiri orku hækkar íkveikjuhætta.

Tíðnin ræður því hversu oft á sekúndu laserinn blikkar. Laserinn er ekki hafður stöðugt í gangi, heldur er hann látinn blikka með ákveðinni tíðni á sekúndu. Sé tíðnin hærri er skotið oftar og því skurðurinn dýpri. Ef hraðinn er mikill og tíðnin lág má gera ráð fyrir því að skurðurinn sé slitróttur, og því er eðlilegt að stilla hraða og tíðni saman.

Epilog laserinn býður upp á raster gröft og vektorskurð. Í rastergreftri hefur það heilmikið að segja hversu mikil upplausn er, en laserinn styður upplausnir frá 300 upp í 600 DPI (punktar á tommu). Mismunandi efni og mismunandi upplausnir kalla á mismunandi stillingar á hraða, afl og tíðni. Við gröft er tíðnin yfirleitt höfð breytileg til að stýra hversu djúpt skorið er í hverjum puntki en við skurð er tíðnin hafður fasti.

Dæmi um samsetningar fyrir upplausnir og skurð eru taldar upp í töflu 3 að neðan. Athugið að afl er gefið upp í prósentum af heildarafli (35 W) frekar en í milliwöttum vegna þess að flest notandaviðmót bjóða frekar upp á prósentur en nákvæma stýringu á afli. Þá er hraði líka gefin upp í prósentum.

Skref fyrir skref

Að undirbúa verkefni

 • Hvernig myndir eru unnar?
 • Hvernig skráartýpur má senda?
 • Ákveða efni sem á að vinna með?
 • Ákveða lögun efnis

Að kveikja á tækinu

 1. Ákveða verður í upphafi hvers konar yfirborð á að laserskera, sívalning eða sléttan flöt.
  • Ef ætlunin er að vinna með (nokkuð) sléttan flöt skal setja vektor-grindina í.
   1. Lyfta upp mælistikum á hliðinni
   2. Setja vektor-grindina inn
   3. Leggja mælistikurnar niður
  • Ef ætlunin er að vinna með sívalan flöt skal setja snúnings-áfestinguna (rotary attachment) í
   1. Passa að slökkt sé á vélinni!
   2. Taka vektor-grindina úr sé hún í
   3. Leggja snúnings-áfestinguna í botninn þannig að hann læsist í holurnar sem þar eru, og tengja snúruna við festinguna sem er í botni kassans. Hún á eingöngu að festast á einn veg, ekki reyna að ýta tengið inn á hinn veginn.
   4. Jafnstilla, með því að snúa hækka og lækka snúningshjóli hægra megin þannig að sívalihluturinn verði láréttur. (Það er gott að nota hallamál)
   5. Passa að leggja mælistikurnar niður
Htul3.jpg
 1. Kveikja á lasertæki með því að ýta á stóra rofann á vinstri hliðinni smella á "ON".
  • Ef að allt er með felldu munu viftur fara í gang, laserinn mun tísta, armarnir munu fara á núllpunktinn, og það mun standa "Job:" á skjánum.
 1. Nú skal velja núllpunkt (þar sem mynd á að hefjast (efra vinstra hornið).
  1. Slökkvið á mótór, smellið á "XY Off" takkann á lasertækinu og svo á "Go", þannig á að á skjá á að birtast XY motor disabled
  2. Kveikið á rauðu ljósi með því að smella á "Pointer" takkann á lasertækninu.
  3. Nú má færa laserinn, handvirkt í upphafsstöðu.
  4. Þegar upphafsstaða hefur verið valin skal smella á "SET HOME"
Frasogsvifta1.jpg
 1. Kveikja á frásogsviftu á veggnum.
 2. Setja upp heyrnarhlífar
Loftpressa1.jpg
 1. Kveikja á loftpressu á gólfi.
 2. Nú má senda verkefni á tækið (með því að smella á print í tölvunni og velja Epilog laser engraver.

Að laserskera

 • Hvernig á að senda verkefni á tækið
 • Hvernig valdar eru stillingar eftir markmiðum verkefnisins
 • Hvernig á að velja núllstöð
 • Hvernig auto-focus virkar og hvernig má focusa handvirkt
 • Hvernig má pása verkefni til að skoða árangur
 • Hvernig má stöðva laserinn komi upp neyðartilfelliLaser1.jpg

Hvernig á að velja núllstöð

 1. Ýta á "X/Y Off" takkann
 2. Ýta á "Go" takkann
 3. Ýta á "Pointer on" takkann til að kveikja á rauða bendinum
 4. Færir stikuna þannig að laserpunkturinn sé á réttum stað
 5. Ýta svo á "Set home" takkann
 6. Ýta svo að lokum á "Reset" takkann.

Prentskipun fyrir laser

<video type="youtube">hLTd8fRzrC0</video>

Skurðarefni

Dæmigerður 35 watta laser getur grafið og skorið í ýmis efni, til dæmis þau sem eru talin upp í töflu 3. Flest lífræn efni er hægt að skera auðveldlega, þar með talin plastefni og timbur. Málma er erfiðara að skera með kraftlitlum CO2 laserum en með kraftmeiri laserum í kílówattaskalanum sem nota aðrar ljóstíðnir er auðvelt að skera í gegnum málma.

Í áframhaldandi umræðu um lasera verður miðað við 30-50 watta CO2 lasera á borð við Epilog Mini og Universal VersaLaser.

Viður

Flestar gerðir timburs má skera auðveldlega. Ef um þykkt efni er að ræða getur verið gott að fara nokkrar umferðir og skera sig þannig smám saman í gegn frekar en að fara hægt og rista djúpt í hverri umferð, því þá er hætta á íkveikju.

Ef verið er að skera í hart timbur eins og ask eða eik, svo ekki sé talað um blakkavið (guajak), þá getur verið betra að skera með hærri tíðni og minni orku til að viðurinn sviðni síður. Sama gildir þegar krossviður er tekinn fyrir. Fyrir allt að þriggja millimetra krossvið er almennt hægt að skera tiltölulega hægt á hárri tíðni án þess að hafa áhyggjur, en ef þykkari krossviður er annars vegar getur verið betra að skera ögn hraðar og fara margar umferðir.

Plast og harðplast

Flestar tegundir plasts og harðplasts má skera með auðveldum hætti. Það eru þó alveg þónokkur atriði sem þarf að hafa í huga.

Þegar unnið er með plast þarf að gæta að eitruðum gufum. Þá er til dæmis mjög óráðlagt að reyna að skera PVC, því uppgufun af brennandi PVC inniheldur klórgas sem er mjög eitrað mönnum. Hreint plast er mjög hart efni, en oftast er plast mýkt með efnum sem heita pthaletar og adipatar, en þegar þau bráðna gefa þau frá sér xenoestrógen, efni sem er sambærilegt við kynhormón kvenna, estrógen, og getur langtíma innöndun þess getur valdið getuleysi, einkum hjá karlmönnum. Almenna öryggisreglan er að skera ekki í neitt plast sem þú veist ekki nákvæmlega hvað er.

Almennt er afar mikilvægt að loftræsting sé góð þegar skorið er í plastefni, en sé gætilega að farið er hættan mjög lítil.

Sum plastefni eins og plexigler (akrýl) eru afar eldnærandi, og því er mikilvægt að hafa loftkælingu í gangi þegar skorið er í plast.

Til að skera í plexigler og önnur plastefni sem hafa mikinn gljá er nauðsynlegt að líma á það pappír til að laserinn nái í gegnum efsta lagið á plastinu þar sem glampinn er mestur.

Málmar

Í raun getur 35 watta laser lítið gert til að skera í málma, þeir eru einfaldlega of sterkir. Hinsvegar getur það unnið á yfirborði ýmssa málma. Til dæmsi getur það fræst málningu eða plasthúð burt af húðuðum málmi.

Ál sem hefur verið anóðerað er hægt að grafa lítillega í, en sá gröftur fjarlægir í raun bara anóðeringuna. Þegar ál hefur verið anóðerað er oxað lag utan á því sem verndar það gegn tæringu og býður upp á að álið sé litað og hefur það betri smureiginleika. Athugið að þessir eiginleikar glatast sé grafið í anóðeringuna.

Annað

Ótal önnur efni má grafa í. Almennt er hægt að grafa að einhverju leyti í flest það sem er ekki málmur. Steinefni og harðari textíla má reyna að skera í, en þá er gott að líma pappírshjúp yfir til að það verði ekki skemmdir á lasernum ef mikill glampi er á efninu. Prófið þá að grafa fyrst í prufu sem má skemmast og prófa sig áfram með mismunandi stillingar.

Vektorskurður með Inkscape

Til að gera vektorskurð úr Inkscape á Windows þá þarf að stilla útlínurnar sem á að skera eftir á 0.01mm þykkt (Fill & Stroke > Stroke Style) og vista skjalið sem PDF. Opna svo PDF skjalið með PDF forriti eins og Acrobat Reader og prenta þaðan með "Vector" reklinum úr PDF forriti með "vector" stillingum.

Að skera út pappa

Skera pappa.png
Color mapping settings for cardboard.png


Best er að skera alltaf fyrst út pappír til þess að sjá hvort allt sé í lagi.

Þegar búið er að opna PDF-skjalið sem prenta á út er smellt á File > Print. Þar má sjá stærð skjalsins sem prenta á út. Smellt er á Properties

Mikilvægt er að breyta stærð strigans, annars fer skerinn út fyrir það svæði sem vinna á og þá skapast vandræði. Vélin tekur allt að stærð 30 * 60 cm.

1. Stærðin er færð inn í Piece Size. (Horizontal er lárétt, Vertical er lóðrétt)

2. Haka þarf við Jop Type eftir því hvernig skera á út.Ef hakað er við Raster, rasterast myndin (greftun)Vector, mynd skorin út. Combined, sker og rastera myndina.

3. Hér er hakað við Vector þar sem skera á pappa.

4. Vector Setting er stillt á Speed: 40 Power: 90 Freq: 2500

5. Haka verður við Auto Focus.

6. Smellt er á "OK"

Að skera og rastera plexigler

Plexi skorid3.png
Opna PDF-skjalið. Smella á File >Print Smella á Properties.

Mikilvægt er að breyta stærð strigans, annars fer skerinn út fyrir það svæði sem skera á út og þá skapast vandræði. Skerinn tekur allt að stærð 300 * 600 mm.

Haka þarf við Job Type eftir því hvernig skurðurinn á að vera.

Þar sem bæði á að rastera myndina og skera hana út er hakað við Combined.

Stilla verður Raster Setting eftir plexigleri. Speed: 100 Power: 55

Stilla verður Vector Setting eftir plexigleri. Speed: 7, Power: 100, Freq: 5000

Haka verður við Auto Focus. Síðan er smellt á "Ok".

Að lokum

Að loknum skurði í laserskurðartækinu þarf að bíða eina mínútu meðan að gufur úr efni sem skorið er í fær að lofta. Í gufunni geta verið efni sem ekki er gott að anda að sér.

Auka upplýsingar

 • Að vektorskera 600*300 mm plexiglerplötu tekur um 1 klst og 20 mínútur
 • Hægt er að vektorskera í pappa en skera aðeins hálfa leið, hafa t.d. grænan lit (speed 100, power 10, freq: 2500, og rastera blár speed 60, power 50, freq. 500, alveg í gegn, rauður 40, power 90, freq 2500)


Tenglar

Efni Grafa (rista) Skera 300 DPI gröftur (hraði/afl) 400 DPI gröftur (hraði/afl) 600 DPI gröftur (hraði/afl) Vektor skurður (hraði/afl/tíðni)
Akrýl (Plexigler) X X 100/75 100/65 100/55 3mm – 12/100/5000
6mm – 7/100/5000 (spegil plexi 8/95/5000)
Anóðerað ál X 100/100 100/90 100/80 Ekki vektorskurður
Avonít (harðplast) X X 20/100 25/100 30/100 3mm – 20/100/5000
Blágrýti X  ?  ? 25/100 Ekki vektorskurður
Bómull X X x/x x/x 100/5 1mm – 80/90/500
Corian (harðplast) X X 20/100 25/100 30/100 3mm – 20/100/5000
Delrin (harðplast) X X 100/70 100/60 100/50 3mm – 60/100/500
Dúkur X X  ?  ?  ?  ?
Flísar X  ?  ?  ?
Gler X 25/100 30/100 35/100 (minni hraði=dýpri skurður)
Gúmmí X X 10/100 20/100 30/100 15/100/100
Heilhveitibrauð X  ?  ? 45/50
Hljúpaðir málmar X 15/100 20/100 25/100
Keramík X  ? 25/100  ?
Korkur X X  ?  ?  ?  ?
Krossviður X X  ?  ?  ?  ?
Leður X X 100/65 100/55 100/30 3mm – 35/50/500
Marmari X  ?  ?  ?
Málaðir málmar X  ?  ? 100/40
Melamín (harðplast) X X 40/100 50/100 60/100  ?
Mylar (PET polyester) X X  ?  ?  ?  ?
Pappír X X  ?  ?  ? 1 mm -40/50/500
Pappi grár (2mm) X X  ?  ?  ? 1 mm -20/100/500
Pappakassi (þykkur) X X  ?  ? 80/40 35/90/2500
Plast ? X X 100/80 100/70 100/60 20/60/5000
Pakkningarefni Temasil X X X X X 10/100/2500
Ryðfrítt stál X  ?  ?  ?
Spegill (bakhlið) X X 15/100 15/100 15/100 X Timbur X X 30/100 35/100 40/100 3mm – 30/100/500
6mm – 7/100/500
- Trefjagler X X  ?  ?  ?  ?
Þæfð ull X X X X X 3mm – 35/50/500
Granít X X X X 20/100 X3 X