Laserskurður

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 10:09, 24 June 2010 by Sigrun (Talk | contribs)

Jump to: navigation, search

Að kveikja á tækinu

  1. Ákveða verður í upphafi hvers konar yfirborð á að laserskera, sívalning eða sléttan flöt.
    • Ef ætlunin er að vinna með (nokkuð) sléttan flöt skal setja vektor-grindina í.
      1. Lyfta upp mælistikum á hliðinni
      2. Setja vektor-grindina inn
      3. Leggja mælistikurnar niður
    • Ef ætlunin er að vinna með sívalan flöt skal setja snúnings-áfestinguna (rotary attachment) í
      1. Passa að slökkt sé á vélinni!
      2. Taka vektor-grindina úr sé hún í
      3. Leggja snúnings-áfestinguna í botninn þannig að hann læsist í holurnar sem þar eru, og tengja snúruna við festinguna sem er í botni kassans. Hún á eingöngu að festast á einn veg, ekki reyna að ýta tengið inn á hinn veginn.
      4. Jafnstilla, með því að snúa hækka og lækka snúningshjóli hægra megin þannig að sívalihluturinn verði láréttur. (Það er gott að nota hallamál)
      5. Passa að leggja mælistikurnar niður
Rofi á vinstri hlið
  1. Kveikja á lasertæki með því að ýta á stóra rofann á vinstri hliðinni smella á "ON".
  2. Ef að allt er með felldu munu viftur fara í gang, laserinn mun tísta, armarnir munu fara á núllpunktinn, og það mun standa "Job:" á skjánum.
  3. Nú skal velja núllpunkt (þar sem mynd á að hefjast (efra vinstra hornið).
    1. Slökkvið á mótór, smellið á "XY Off" takkann á lasertækinu og svo á "Go", þannig á að á skjá á að birtast "XY motor disabled"
    2. Kveikið á rauðu ljósi með því að smella á "Pointer" takkann á lasertækninu.
    3. Nú má færa laserinn, handvirkt í upphafsstöðu.
    4. Þegar upphafsstaða hefur verið valin skal smella á "SET HOME" og síðan á "Reset"
Frásogsvifta

Kveikja á frásogsviftu á veggnum.

Setja upp heyrnarhlífar.

Loftpressa,ræst með því að lyfta upp tappa og snúa snúningsrofa

Kveikja á loftpressu á gólfinu.

Nú má senda verkefni á tækið (með því að smella á print í tölvunni og velja Epilog laser engraver.