Leiðbeiningar fyrir Epilog laser

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search



Youtube


Leiðbeiningar fyrir Epilog laser

Að kveikja á tækinu.

Ef vinna á með sléttan flöt eru tvennskonar grindur í boði. Önnur fyrir laserskurð og hin fyrir rasteringu. Ef skipta þarf um grind þá þarf að ...


1. Lyfta upp mælistikum á hliðinni.


1 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


2. Setja grindina í sem við á.


3. Leggja mælistikurnar niður.


4. Plexiglerið er lagt niður efst í vinstra hornið.


2 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


5. Kveikja á lasertæki með því að ýta á stóra rofann á vinstri hliðinni og smella á ON.


Ef allt er með felldu munu viftur fara í gang, laserinn mun tísta, armarnir munu fara á núllpunktinn og það mun standa Job:


6. Ef færa þarf núllpunkt þar sem mynd á að hefjast (ekki í efra vinstra horni)


3 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


7. þá smellið á XY Off takkann á lasertækinu og síðan á Go


4 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


og á skjá að birtast XY Disabled.


8. Kveikið á rauðu ljósi með því að smella á Pointer takkann á lasertækninu.


5 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


Þá er hægt að færa bláu stikuna og laserinn á þann stað þar sem myndin/skurður á að byrja.


6 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


9. Þegar upphafsstaða hefur verið valin skal smella á Set Home og Reset og lokið tækinu. Þegar laserinn er í gangi þarf alltaf að vera hjá tækinu og fylgjast með vegna eldhættu. Alltaf er hægt að ýta Stop takkann ef eitthvað kemur upp á. Ef það fer að loga á að opna og þá slökknar á geislanum.


7 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


10. Opna pdf skjal í tölvu og velja Print – Properties og þar þarf að velja réttar stillingar út frá efni sem unnið er með.


8 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


Ef efnið er slétt er valið Auto Focus. Hér er valið Combined þar sem er bæði verið að rastera og skera út. Á veggnum eru leiðbeiningar sem sýna viðeigandi stillingar.


9 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


10 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


Þá þarf að setja inn stærðina af verkefninu inn. Alltaf á að hækka upp um 1mm.


11. Velja OK. Senda á laservélina með því að velja Print.


12. Kveikja á loftpressu á gólfi.


11 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


13. Smella á Go.


12 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


14. Á skjánum birtist Done þegar verki er lokið og þarf að bíða í eina mínútu meðan tækið kælir sig og losar sig við gufurnar sem myndast þegar akrýlið er brennt.


13 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


14 icelandic how-to-work-the-lasercutter.jpg


Hér lyklakippan tilbúin!




Rotary attachment

Ef vinna á með sívalan flöt skal setja snúnings-áfestinguna (rotary attachment) í.


1. Kveikja á vélinni.

2. Lækka grindina. Velja Focus og Píla niður.

1 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


3. Slökkva á vélinni!

4. Taka grindina upp og setja í hilluna fyrir neðan.

2 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


5. Opna tækið að framan og losa festingar á skúffu með því að smella báðum tökkum til hliðar og draga plötuna úr. Setja í hilluna fyrir neðan.

3 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


6. Athugið með botninn hvort nokkuð sé af óhreinindum í götunum 3 sem snúnings-áfestingin fer í.

4 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


7. Leggja snúnings-áfestinguna í botninn þannig að hún læsist í götin sem þar eru og tengja snúruna við festinguna sem er í botni kassans. Hún á eingöngu að festast á einn veg. Ekki reyna að ýta tengið inn á hinn veginn.

5 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


8. Smella á silfurhnappinn í aðra átt til að losa um hjólin. Stilla fremri hjól miðað við lengd hlutar og snúið svarta hjólinu til að rétta hlutinn af.

6 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


Þá er hægt að bæta við auka hjóli sem fer inn í t.d. glas og eru festingar vinstra megin á tækinu til að festa það á.

7 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


9. Jafnstilla, með því að snúa hækka og lækka snúningshjóli hægra megin þannig að sívalihluturinn verði láréttur. (Það er gott að nota hallamál).

8 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


10. Passa að leggja mælistikurnar niður.

11. Kveikja á lasertæki með því að ýta á stóra rofann á vinstri hliðinni, smella á ON.

Ef allt er með felldu munu viftur fara í gang, laserinn mun tísta, armarnir munu fara á núllpunktinn og það mun standa Job: á skjánum og nafn verkefnis.

9 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


12. Hægt er að færa núllpunkt þar sem mynd á að hefjast.

13. Smellið þá á XY Off takkann á lasertækinu og svo á Go og á skjá á að birtast X/Y Disabled.

10 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


14. Kveikið á rauðu ljósi með því að smella á Pointer takkann á lasertækinu.

15. Nú má færa laserinn, handvirkt í upphafsstöðu.

16. Þegar upphafsstaða hefur verið valin skal smella á Set Home og Reset

11 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


17. Opna pdf skjal og stilla.

12 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


E.t.v þarf að snúa myndinni. Myndin sem sýnd er á skjánum er eins og hún mun prentast út. Þá er farið í View – Rotate View síðan valið það sem við á.

13 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


14 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


18. Velja Raster. Hægt að nota Auto Focus - finna miðjuna á hlut í upphafi (Center Engraving).

15 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


19. Senda á laservélina með því að velja Print.

20. Smella á Go. ( Ekki þarf að kveikja á loftpressu )

16 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


21. Þegar verki er lokið birtist Done. Það þarf að bíða í eina mínútu meðan tækið kælir sig.

17 how-to-laser-cutter-rotary.jpg


18 how-to-laser-cutter-rotary.jpg