Difference between revisions of "Linux skipanalínan"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
(Ratvísi)
(ls)
Line 108: Line 108:
  
 
'''ls''' skipunina notarðu til að skoða hvaða skrár eru í möppunni þar sem þú ert. Þú getur keyrt þessa skipun hvenær sem er til að fá til baka upplýsingar um hvaða skrár er að finna. Með því að gefa ''slóð'' sem viðfang má skoða hvaða skrár eru í einhverri annarri möppu en þeirri sem þú ert í.
 
'''ls''' skipunina notarðu til að skoða hvaða skrár eru í möppunni þar sem þú ert. Þú getur keyrt þessa skipun hvenær sem er til að fá til baka upplýsingar um hvaða skrár er að finna. Með því að gefa ''slóð'' sem viðfang má skoða hvaða skrár eru í einhverri annarri möppu en þeirri sem þú ert í.
 +
 +
=== Viðföng og hjálp ===
 +
 +
Viðföng eru nánari leiðbeiningar til skipannir um hvernig þær eiga að hegða sér. Flest forrit taka við einhverjum viðföngum, en hver þau eru er mjög misjafnt eftir eðli forritsins og tilgangs þess. Flest forrit hafa þó nokkur stöðluð viðföng sem geta hjálpað þér að komast að því hvernig þú gerir það sem þú villt gera.
 +
 +
* '''--help''' eða '''-h''' er viðfang sem mörg forrit hafa til að gefa upp hjálp. Prófaðu til dæmis að slá inn '''ls --help'''.
 +
* '''--version''' eða '''-v''' er viðfang sem mörg forrit hafa til að gefa upp útgáfunúmer forritsins. Prófaðu til dæmis að slá inn '''ls --version'''.
 +
 +
Ekki láta þér bregða þótt þetta standist ekki alltaf. Sum forrit hafa ekki þessa möguleika, og sum forrit túlka viðföng allt öðruvísi. Þetta lærist allt.
 +
 +
Oftast nær þegar þú þarft að leita þér hjálpar þá dugar innbyggða hjálp forritsins, en sum forrit hafa nægilega marga möguleika til að þau verðskuldi sína eigin blaðsíðu í ''handbókinni''.
 +
 +
''Handbókin'' (''the '''man'''ual'') er innbyggða hjálparkerfið í Linux og öðrum UNIX kerfum. Þar hafa mjög mörg forrit hjálparsíður um sig. Ef þig vantar einhverntíman hjálp um eitthvað forrit, skrifaðu hreinlega '''man''' skipunina og settu nafn forritsins sem viðfang. Til dæmis, ef þig vantar að vita nánar um ''ls'', prófaðu þá:
 +
 +
man ls
 +
 +
Þá kemur upp handbókarsíða sem þú getur flakkað um með upp/niður örvunum. Notaðu ''q'' takkann á lyklaborðinu til að hætta. Viljirðu leita að einhverju orði, gerðu ''/'' og skrifaðu svo inn leitarorðið og ýttu á ''enter''. Þá lýsast upp öll orðin sem passa, en þú getur flakkað milli þeirra með ''n'' og ''p'' tökkunum.
  
 
== Ýtarefni ==
 
== Ýtarefni ==
 
* In the Beginning was the Command Line eftir Neal Stephenson: ritgerð um þróun stýrikerfa
 
* In the Beginning was the Command Line eftir Neal Stephenson: ritgerð um þróun stýrikerfa

Revision as of 11:33, 25 March 2009

Grafísk notandaviðmót eru mjög þægileg, en þau geta ekki gert öll möguleg verk. Ímyndaðu þér, til dæmis, að þú þurfir að búa til skýrslu yfir hvaða skrár eru á harða diskinum þínum, í röð frá þeirri stærstu að þeirri minnstu. Hvernig færirðu að? Eflaust mætti gera einhverja flókna leit, en það yrði sennilega smellt hellingsoft.

Áður en að músin var fundin upp notaði fólk skipannalínu, þar sem hver skipun hafði ákveðna merkingu. Í þá daga var hægt að leysa þetta vandamál með:

du -s * | sort -nr > $HOME/space_report.txt

Í dag eru allt of fáir sem vita hvað þetta þýðir, en þetta er í raun einfaldara en nokkur samsetning af “benda og smella”.

Börn sem nota bækur skoða myndirnar og benda á þær. Þegar að fólk eldist lærir það að lesa og skrifa. Nú er komið tími til að læra að lesa og skrifa í tölvuheiminum. Skipanalínan er grunnurinn að tölvulæsi!

Hvað er skel?

Skel er forrit sem tekur við innslætti frá þér, túlkar innsláttinn, og notar þær til að láta stýrikerfið framkvæma aðgerðir. Í gamla daga var skelin eina notandaviðmótið sem fólk hafði, en í dag höfum við grafísk notandaviðmót (Graphical User Interface – GUI) svo sem GNOME, KDE, Windows og Aqua, og skipanalínur (Command Line Interface – CLI) svo sem Bash, TCSH og zsh.

Á flestum Linux tölvum er Bash sjálfgefna skelin, en nafnið er skammstöfun: Bourne Again SHell, en hún er endurbætt útgáfa af skelinni 'sh' sem Steven Bourne skrifaði á sínum tíma. (Nafnið er orðaleikur – rétt eins og í góðum skáldskap máttu búast við að það séu margir orðaleikir í skipannalínunni).

Hvað er xterm, gnome-terminal, konsole, o.s.frv.?

Eftir að grafísk notandaviðmót komu fram hvarf gamli svarti skjárinn með blikkandi kassa, og skipanalínan varð óaðgengileg. Mörg forrit herma eftir þessari gömlu hegðun, og þeir eru kallaðir terminal emulators eða skjáhermar. Xterm, gnome-terminal, rxvt og konsole eru vinsælir skjáhermar.

Hvernig gangsetur maður skjáhermi?

Flest gluggaumhverfi bjóða upp á einhvern sjálfgefinn skjáhermi. Í GNOME heitir hann 'gnome-terminal', og finnst í Applications → Accessories → Terminal. Sértu að nota annað gluggaumhverfi skaltu leita á skynsamlegum stöðum.

Prufukeyrum lyklaborðið

Ef þú keyrir upp skelina þá geturðu prófað að skrifa einhverjar skipannir. Fremst í hverri línu sést lítil blokk af texta sem heitir prompt. Hún getur litið misjafnlega út, en algengt form er:

spm@cauchy:~$ 

Þessi lína segir þér fernt:

  1. Skelin er tilbúin til að taka við skipunum. (Ef þessi lína er ekki þarna er eitthvað að).
  2. Segir þér hver þú ert (í þessu tilfelli 'spm', því það er notandanafnið mitt)
  3. Segir þér á hvaða tölvu þú ert (í þessu tilfelli 'cauchy', sem er nafnið á tölvunni sem ég er að nota)
  4. Segir þér hvar þú ert í tölvunni (í þessu tilfelli '~', sem er skammstöfun á nafni heimamöppunnar þinnar)

Ef þú skrifar skipun núna kemur hún á eftir dollaramerkinu. Prófaðu að bulla eitthvað:

spm@cauchy:~$ asdfasdfasfd

Þegar þú ýtir á enter, ef að þessi skipun var ekki rétt kemur villa:

bash: asdfasdfasfd: command not found

Hér er 'bash' að kvarta. Forrit segja oft til nafns áður en þau kvarta, til þess að það fari ekki á milli mála hver er að kvarta.

Ef þú villt nota skipun sem þú hafðir notað áður þá þarftu ekki að skrifa hana upp á nýtt - það er nóg að ýta á upp örina. Ef þú ýtir á hana oftar þá ferðu lengra og lengra aftur í tímann. Það eru til ótal leiðir til að vinna ennþá hraðar með skipanalínuna, en þær lærirðu síðar.

Ertu nokkuð rót?

Áður en að lengra er haldið er rétt að athuga hvort þú sért nokkuð rót. Í öllun UNIX kerfum er til ofurnotandi sem getur gert allt, þar með talið að skrifa yfir harða diskinn, ofhita örgjörvann og gera tölvuna ónothæfa. Sá notandi heitir root, þannig að ef að notandanafnið þitt er root fremst í skipannalínunni ættirðu að íhuga að gerast óbreyttur notandi. Það er öruggara, og það er mjög sjaldan sem þú hefur raunverulega ástæðu til að vera rótin.

Ekki láta það rugla þig að það er talað um tvennt sem rótina. Annars vegar er það notandinn 'root' og hinsvegar er það neðsta mappan í skráarkerfinu, '/'. Það ætti oftast að vera augljóst út frá samhengi um hvort er átt.

Ratvísi

Nú færðu að læra nokkrar skipannir: pwd (print working directory - skrifa út hvar þú ert í skráarkerfinu), cd (change directory - breyta hvar þú ert í skráarkerfinu) og ls (list files and directories - sýna lista af skrám).

Ef þú hefur ekki notað skipanalínu áður þá þarftu að einbeita þér vel að þessum part, því það tekur smá tíma að átta sig á hugtökunum.

Skráarkerfið

Skráarkerfið í Linux er svolítið öðruvísi en fólk sem er vant Windows þarf að venjast, en að mörgu leyti er það einfaldara. Í Windows ertu með fyrirbæri sem heitir My Computer og þar inní ertu með öll drifin sem eru í vélinni, og þau heita nöfnum eins og 'C:' og 'D:', og undir drifunum ertu með möppur og skrár. Í Linux þá skipta drifin engu máli fyrir skráarkerfið. Skráarkerfið í Linux hefu bara eina rót, sem er '/'. Undir henni koma nokkrar möppur, og svo aðrar möppur og skrár undir þeim.

Linux filesystem.png

Það eru nokkrar staðlaðar möppur í rótinni, og þær geturðu fundið á öllum Linux tölvum, og meiraðsegja flest UNIX-leg kerfi eru með sama fyrirkomulagið á þessu.

Möppurnar í rótinni eru (í engri sérstakri röð):

  • root - heimamappa root notandans.
  • usr - inniheldur allt sem snýr að notandaumhverfinu.
  • etc - inniheldur allar stillingaskrár kerfisins.
  • dev - inniheldur öll tækin sem eru í vélinni.
  • var - inniheldur keyrsluskýrslur, gagnagrunna og vefsvæði.
  • home - inniheldur heimamöppur óbreyttra notanda.
  • bin - inniheldur forrit sem kerfið þarf til að geta keyrt.
  • lib - inniheldur aðgerðasöfn sem kerfið þarf til að geta keyrt.
  • tmp - inniheldur tímabundnar skrár
  • sys - inniheldur upplýsingar um ástand kerfisins
  • boot - inniheldur það sem kerfið þarf til að fara í gang.

Einhverjar aðrar skrár og möppur gætu verið hér, en það er misjafnt eftir kerfum.

Þetta kann að virðast loðið, en þetta verður allt skýrara þegar þú venst þankaganginum.

Slóðir

Slóðir eru textastrengir sem lýsa einhverri staðsetningu í skráarkerfinu á ótvíræðan hátt. Þær geta verið af tvennum toga, absolute eða relative (hér eru varla til nein góð íslensk nöfn, en segja mætti alstætt og afstætt...). Slóðir nota / (fram-skástrik) til að gefa til kynna skiptingar milli mappa.

Absolute slóðir vísa í staðsetningu með hliðsjón af rót skráarkerfisins. Fyrir vikið byrja slíkar slóðir alltaf á /.

Relative slóðir vísa í staðsetningu með hliðsjón af einhverjum öðrum stað í skrárkerfinu, yfirleitt þeim sem þú ert á. Þær byrja því aldrei á /.

Munurinn á þessu tvennu er lítill - það er alltaf hægt að nota hvort tveggja til að vísa á staðsetningar. Hinsvegar er absolute slóðin ögn nákvæmari þar sem henni er alveg sama hvar í skráarkerfinu þú ert þegar þú notar slóðina. Kosturinn við relative slóðir er að þær eru oft styttri.

pwd

pwd skipunina notarðu til að komast að því hvar þú ert. Þú getur keyrt þessa skipun hvenær sem er til að fá til baka upplýsingar um hvar í skráarkerfinu þú ert. Þetta er gagnlegt þar sem að skipannalínan getur ekki sýnt þér mynd af því hvar þú ert.

cd

cd skipunina notarðu til að breyta um staðsetningu. Þú getur gefið ýmist absolute eða relative slóð sem viðfang, og getur notað styttingar. Nokkur dæmi eru:

  • cd /
    • Fara í rót skráarkerfisins
  • cd ~
    • Fara í þína heimamöppu
  • cd /home/
    • Fara í rót heimasvæða
  • cd ..
    • Fara niður um eina möppu
  • cd fiskur
    • Fara í möppu sem heitir fiskur sem er í möppunni sem þú ert í

ls

ls skipunina notarðu til að skoða hvaða skrár eru í möppunni þar sem þú ert. Þú getur keyrt þessa skipun hvenær sem er til að fá til baka upplýsingar um hvaða skrár er að finna. Með því að gefa slóð sem viðfang má skoða hvaða skrár eru í einhverri annarri möppu en þeirri sem þú ert í.

Viðföng og hjálp

Viðföng eru nánari leiðbeiningar til skipannir um hvernig þær eiga að hegða sér. Flest forrit taka við einhverjum viðföngum, en hver þau eru er mjög misjafnt eftir eðli forritsins og tilgangs þess. Flest forrit hafa þó nokkur stöðluð viðföng sem geta hjálpað þér að komast að því hvernig þú gerir það sem þú villt gera.

  • --help eða -h er viðfang sem mörg forrit hafa til að gefa upp hjálp. Prófaðu til dæmis að slá inn ls --help.
  • --version eða -v er viðfang sem mörg forrit hafa til að gefa upp útgáfunúmer forritsins. Prófaðu til dæmis að slá inn ls --version.

Ekki láta þér bregða þótt þetta standist ekki alltaf. Sum forrit hafa ekki þessa möguleika, og sum forrit túlka viðföng allt öðruvísi. Þetta lærist allt.

Oftast nær þegar þú þarft að leita þér hjálpar þá dugar innbyggða hjálp forritsins, en sum forrit hafa nægilega marga möguleika til að þau verðskuldi sína eigin blaðsíðu í handbókinni.

Handbókin (the manual) er innbyggða hjálparkerfið í Linux og öðrum UNIX kerfum. Þar hafa mjög mörg forrit hjálparsíður um sig. Ef þig vantar einhverntíman hjálp um eitthvað forrit, skrifaðu hreinlega man skipunina og settu nafn forritsins sem viðfang. Til dæmis, ef þig vantar að vita nánar um ls, prófaðu þá:

man ls

Þá kemur upp handbókarsíða sem þú getur flakkað um með upp/niður örvunum. Notaðu q takkann á lyklaborðinu til að hætta. Viljirðu leita að einhverju orði, gerðu / og skrifaðu svo inn leitarorðið og ýttu á enter. Þá lýsast upp öll orðin sem passa, en þú getur flakkað milli þeirra með n og p tökkunum.

Ýtarefni

  • In the Beginning was the Command Line eftir Neal Stephenson: ritgerð um þróun stýrikerfa