Nkg

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 00:43, 26 October 2011 by Frosti (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
IMG 0806.JPG
Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna

Sigurvegarar Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 2011 komu í Fab Lab smiðjuna í Eyjum 19.-20.okt 2011.

Snillingarnir 2011

  • Sunneva Sól Árnadóttir
  • Birgir Guðlaugsson
  • Kristín Hekla Örvarsdóttir
  • Dagný Rósa Vignisdóttir
  • Hjördís Lilja Róbertsdóttir
  • Karen Eir Einarsdóttir

Myndir frá heimsókninni: [1]

Nú á dögunum komu sigurvegarar úr Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna í Fab Lab smiðjuna í Vestmannaeyjum. Sigurvegararnir höfðu fengið tveggja daga heimsóknina í verðlaun í keppninni.

Sigurvegararnir komu til Eyja með Herjólfi þann 19.október 2011 og heimsóttu Fiska-og Náttúrugripsafnið og héldu svo rakleiðis í Fab Lab smiðjuna í Eyjum. Þar hófst kennsla í notkun á Inkscape vektorteikniforritnu og notkun á laserskera, vinylskera, auk þess sem sigurvegararnir kynntust grunnatriðum í smellismíði ásamt notkun á Picocricket og Arduino örtölvum, þá steyptu sigurvegararnir sér hluti í mót í Fab Lab smiðjunni og kynntu sér notkun á FabWiki.

Sigurvegararnir kynntu hugmyndir sínar fyrir nemendum í Grunnskóla Vestmannaeyja en þau stunda einmitt nám í stafrænni framleiðslutækni í Fab Lab smiðjunni í Eyjum.

  • Sunneva Sól Árnadóttir kynnti hugmynd sína um púslbretti, tréskurðarbretti sem nýtist við matargerð og hægt er að stækka og minnka eftir þörfum, hlutunum er einfaldlega púslað saman.
  • Birgir Guðlaugsson kynnti hugmynd sína um ljóshanskann sem er búinn ljósi og virkar þannig að ef notandi er að leita að einhverjum hlut getur hann beitt báðum höndum um leið en þarf ekki að halda á vasaljósi í annarri höndinni.
  • Kristín Hekla Örvarsdóttir kynnti hugmynd sína um öryggisúr sem er úr með staðsetningartæki og getur tengst kortum í símum þannig að foreldrar geti með betri hætti fylgst með hvar börn sín eru.
  • Dagný Rósa Vignisdóttir kynnti hugmynd sína um tannburstaglas sem er útbúið með sérstöku sigti þannig að ekki safnast fyrir óhreinindi á tannbursta.
  • Hjördís Lilja Róbertsdóttir kynnti hugmynd sína um talklukku sem hentar sérlega vel fyrir blinda og sjónskerta. Klukkan talar og segir hvað hún er hverju sinni.
  • Karen Eir Einarsdóttir kynnti hugmynd sína um kollastól, sem er stóll sem hægt er að umbreyta í dýnu og svo aftur í stól eftir því hvernig fólk vill nýta hann.


Miðvikudagur 19.okt:
– 09:45 Mæting vegna rútuferðar frá BSÍ i Reykjavík til Þorlákshafnar
– 10:00 rútuferð frá BSÍ til Þorlákshafnar,
– 11:45: Þorlákshöfn Herjólfur fer til Eyja
– 14:30 Komið til Eyja, gengið á gistiheimilið
– 15:30 Fab Lab smiðjan
 Brauð og ávextir
 Fab Lab smiðjan– Kynning á Fab Lab, tækjabúnaður, net fab lab smiðja
 Brauð í Fab Lab smiðjunni
Inkscape, tvívíddar teikningar
Laserskurðartæki
 lyklakippugerð
 Smellismíðaverkefni með laserskera
– 18:30: 900 Grill eða Cafe María / Hrói Höttur
 Farið út að borða
– 20:00 Fab Lab smiðjan
 Steypa í mót
 Inkscape
Vinylskeri- límmiðaskeri
– 22:00: Gistiheimilið Sunnuhóll
 Svefn
Fimmtudagur 20.okt:
– 08:00 Gistiheimilið Sunnuhóll, morgunmatur
– 09:00 Fab Lab smiðja
 Google Sketchup
 Pico cricket, örtölvur og skynjarar
 Vinylskeri- límmiðaskeri
– 13:00
– 11:20 Fab Lab smiðja, kennsla í grunnskólanum
 Nemendur kynna verðlaunaverkefnin
– 13:20
 Nemendur kynna verðlaunaverkefni

– 15:00 Mæting í Herjólf í Eyjum
– 15:30 – Herjólfur fer frá Eyjum til Þorlákshafnar
– 18:20 Rúta frá Þorlákshöfn
– 19:10 Rúta kemur til BSÍ í Reykjavík