Námsbrautir

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 10:12, 27 October 2010 by Frosti (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Námsbrautir í Fab Lab smiðju


Til þess að undirbúa ungmenni dagsins fyrir framtíðina þarf að huga að sköpunargáfu er eitt það sem skiptir gríðarlegu máli.

Framtíðin er ekki sú sama og menn höfðu áður búist við. Því er spáð að næstu 10 ár munu tæknibyltingar verða jafn miklar og síðustu 100 árin. Og næstu 10 ár þar á eftir muni það sama gerast aftur. Því má segja að óþekkt sé hvað árið 2030 muni bera í skauti sér.

Engin textabók getur undirbúið afkomendur okkar undir allt það sem koma skal. Þjálfun rökhugsunar og aðferðir til að þjálfa sköpunargáfu eru gríðarlega mikilvægar. Þessi sköpunargáfa er nauðsynleg til þess að geta brugðist við nýjum tæknibyltingum sem geta breytt öllu samkeppnisumhverfi á örstuttum tíma. Í þeim heimi sem við búum í skiptir sköpunargleði og sköpunargáfa höfuðmáli og búa þarf ungt fólk undir það að vera í fararbroddi varðandi nýsköpun og tækninýjungar framtíðarinnar.

Sköpunargáfan skiptir máli fyrir alla, ekki einungis listamenn heldur einnig, verkfræðinga, lögfræðinga o.s.frv. Ungt fólk þjálfar sköpunargáfu sína með leik og því skiptir máli að leikurinn sé réttur og búi þau á réttan hátt fyrir það sem koma skal. Leikurinn þarf að vera opinn og miða að unga fólkinu.

Fab Lab smiðjan er vettvangur þar sem sköpunargleði fær að njóta sín og fólk þjálfar sköpunargáfu sína með því að skemmta sér við að hanna og framleiða hluti með hjálp tölvustýrðrar tækni.


Hugmyndir að námsbrautum vegna Fab Lab

  • Markmið
  • Námslýsing
  • Forkröfur
  • Lengd

Dæmi um áfanga gæti verið:

  • Vöruþróun
    • Ferli vöruþróunar
  • Gerð viðskiptaáætlana
  • Verkefnaáætlun
  • Verkefnastjórnun

Starfsemi Fab Lab byggir á grunni eftirfarandi námsbrauta sem koma til móts við þarfir nema, þjálfa þá í notkun tækja, auka tækniþekkingu þeirra og hvetja þá áfram til að takast á við ný verkefni. Tillögur sem hér eru gerðar að námslýsingu miðast við mismunandi markhópa:

  • Ungt fólk sem ekki eða aðeins hefur lokið grunnskólaprófi
  • Iðnaðarmenn
  • Hönnuðir /arkítektar
  • Fólk með háskólamenntun.
  • Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og kennslan fer eftir færni nemenda.

Hér eru dæmi um tillögur að námsbrautum fyrir hópa fólks í atvinnuleit og hafa námsbrautirnar það að markmiði að efla tölvuþekkingu og tæknilæsi og hvetja til nýsköpunar.

Fab Grunnur Fab Lab kynning
Áfangalýsing: Farið er almennt yfir búnað í Fab Lab smiðjunni og möguleika sem felast í notkun hans. Farið er yfir grunnatriði í notkun Inkscape og grunnatriði í notkun á laserskurðartæki og vinylskera.
Markmið: Markmið er að nemendur átti sig á fjölbreyttum notkunarmöguleikum Fab Lab smiðjunnar og tækifærum sem felast í notkun á stafrænni framleiðslutækni.
Tímasókn 2\* 2 klst
Kennsluefni: Notað verður kennsluefni frá Nýsköpunarmiðstöð.
Námsmat: Byggist á verkefnavinnu
Fab Grunnur Tvívíddar vektorhönnun með Inkscape
Áfangalýsing: Farið er yfir notkun á Inkscape tvívíddar vektor hugbúnaði. Kennt hvernig stilla á stærð síðu, teikna upp hluti, breyta, flytja á mismunandi skráarsnið, breyta stærð, lögun og litum á hlutum. Kennt hvernig á að breyta raster myndum í vektor myndir. Hvernig nota má boolean aðgerðir til að sameina hluti og draga frá.

Kennt hvernig á að aðlaga skrár fyrir mismunandi tækjabúnað.

Markmið: Markmið er að nemendur öðlist grunnþekkingu í notkun á vektor hugbúnaði og geti hannað hluti og komið frá sér.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT og frá Fab Lab smiðju í Eyjum.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Grunnur Silki prentun
Áfangalýsing: Farið er yfir með hvaða hætti er að hægt að silkiprenta á fatnað með notkun á laserskurðartæki og vinylskera.

Farið er yfir hönnun með Inkscape og Gimp

Markmið: Markmið er að nemendur geti hannað og prentað á fatnað.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT og frá Fab Lab smiðju í Eyjum.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Grunnur Laserskurður
Áfangalýsing: Farið er yfir hvernig laserskurðartæki virkar og hverjar eru helstu öryggisreglur
Markmið: Markmið er að nemendur geti notað laserskera, greypt í hluti og eða skorið í gegn.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT og frá Fab Lab smiðju í Eyjum.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Grunnur Límmiðaskurður
Áfangalýsing: Farið er yfir hvernig vinylskeri virkar og hannaður er hlutur sem skorinn er á vinylskeranum. Aukahlutir fjarlægðir og útskornir miðar festir á mismunandi hluti.
Markmið: Markmið er að nemendur geti notað vinylskera og hannað, skorið út og fest útskorna hönnun sína á mismunandi hluti.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT og frá Fab Lab smiðju í Eyjum.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Grunnur Þrívíddarskönnun
Áfangalýsing: Farið er yfir hvernig þrívíddarskanni virkar og hvernig á að nota hann
Markmið: Markmið er að nemendur geti notað þrívíddarskanna, skannað inn mismunandi hluti í þrívídd og gert módel.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT og frá Fab Lab smiðju í Eyjum.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Grunnur Þrívíddarhönnun með Blender
Áfangalýsing: Farið er yfir helstu atriði varðandi hönnun í þrívídd með Blender. Farið er yfir hvernig á að byrja nýtt verk, hvernig á að bæta inn hlutum, mun á Edit mode og Object mode, farið er yfir hvernig á að snúa hlutum, skala, og færa hluti.
Markmið: Markmið að nemendur þekki grunnatriði varðandi notkun á Blender.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT og frá Fab Lab smiðju í Eyjum.
Námsmat: Verkefnamat

Fab Academy áfangar geta verið kenndir fólki með mjög breiða þekkingu og farið er misdjúpt í einstaka þætti í hverju námskeiði eftir samsetningu hópa.

Fab Academy Stafræn framleiðslutækni, meginatriði og framkvæmd
Áfangalýsing: Farið er almennt fyrir stafræna framleiðslutækni og hún borin saman við analog tækni. Farið er yfir ýmis tölvustudd hönnunartól, hvaða framleiðsluaðferðir eru notaðar og sagt frá dæmum um tækjabúnað.

Farið er yfir öryggismál við framleiðslu, meðferð búnaðar, efnis. Farið stuttlega yfir hvaða hugbúnað er hægt að nota og einnig tækjabúnað.

Markmið: Markmið er að nemendur öðlist innsýn í heim stafrænnar framleiðslutækni og átti sig á möguleikum sem felast í notkun hennar.
Tímasókn: 2\* 4 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy CAD – Tölvustudd hönnun,Þrívíddarhönnun, framleiðsla og módelsmíði
Áfangalýsing: Farið er yfir mismunandi möguleika á tölvustuddri hönnun, skýrður er mismunur á uppbyggingu tví –og þrívíddarforrita og raster og vektor. Farið er yfir helstu atriði í Inkskape, GIMP og Blender.

Verkefni felast í hönnun á þrívíddar mynd, að útbúa raunsæa tölvumynd, gera hreyfimynd og gera módel.

Markmið: Markmið er að nemendur þekki hönnunartól í tví- og þrívídd og geti áttað sig á möguleikum sem felast í notkun þessara hönnunartóla.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Tölvustýrður skurður
Áfangalýsing: Farið er yfir helstu atriði sem lúta að mismunandi skurðaraðferðum í efni.

Farið er yfir skurð með hnífum, heitum vír, rafsuðu, EDM vír, vatnsskurði og laserskurði. Farið er yfir hvaða efni eru notuð og sérstaklega farið yfir vinylskera og laserskurðartækið. Farið er yfir möguleika varðandi notkun, viðhald tækja og öryggismál. Verkefni felst í gerð smellismíða líkans.

Markmið: Markmið er að nemendur öðlist þekkingu á notkun laserskurðartækja og vinylskera átti sig á möguleikum varðandi framleiðslu og geti gert þrívíða hluti úr tvívíðum með smellismíði.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Raftæknihönnun og framleiðsla
Áfangalýsing: Farið er yfir helstu atriði varðandi hönnun á rafrásabretti, farið er yfir hlutverk mismunandi íhluta og hvernig þeir eru notaðir. Farið er yfir hönnun á rafrásabretti, framleiðslu þessu og samsetningu. Farið er yfir hvernig íhlutir eru lóðaðir á og brettið forritað og prófað.

Verkefni felst í framleiðslu tilbúins rafrásabrettis, lóða íhluti og forrita brettið.

Markmið: Markmið er að nemendur öðlist yfirsýn yfir framleiðslu ferli rafrásabretta og skilji grunnhugtök í rafeindatækni.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Tölvustýrðar vélar
Áfangalýsing: Farið er yfir notkun á tölvustýrðum fræsivélum. Sérstaklega er farið yfir notkun á Roland Modela og Shopbot fræsivélunum. Farið er yfir virkni, og öryggisatriði í umgengni við slíkar vélar. Farið er yfir mismunandi verkfæri á vélunum og hvernig má nýta sér slíkar vélar til framleiðslu. Farið er yfir hönnun fyrir fræsivélar, gerð skurðarbrauta og fræsingu.

Verkefni felst í að smíða stóran hlut í fræsivél og setja saman.

Markmið: Markmið er að nemendur öðlist grunnþekkingu á virkni og notkun á tölvustýrðum fræsivélum. Nemendur kynnist öryggisatriðum í umgengni við slíkar vélar og geti stillt núllpunkta fyrir vélarnar, sett upp verkfæri, leiðrétt mælingar og flutt og geymt gögn.

Nemendur geti vistað gögn á skipulegan hátt. Nemendur geti beitt þekkingu sinni og færni við aðstæður á vinnustað og aukið skilvirkni og verkvöndun. Nemendur verði færir um að afla sér viðbótarþekkingar úr handbókum, kennslubókum og með frekari þjálfun og miðlað reynslu til samstarfsmanna. Nemendur verði færir um að beita öryggisákvæðum á vinnustað.

Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Forritun á örtölvum
Áfangalýsing: Farið er yfir uppbyggingu á örgjörvum. Rætt er um mismunandi gerðir af örgjörvum og forritun á örtölvum. Farið er yfir atriði í grunn á notkun á Assembler, C og C++

Verkefni felst í að útbúa serial tölvukapla og forritunarkapal, breyta hönnun á örtölvubretti og breyta hugbúnaði fyrir örtölvu bæði í Assembler og C.

Markmið: Markmið er að nemendur verði færir um að breyta forritum fyrir örtölvur og þekki uppbyggingu örgjörva.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Mótagerð og mótasteypa
Áfangalýsing: Farið er yfir mismunandi tegundir móta og hvernig þau eru gerð. Farið er yfir efni í mótagerð og mótasteypu.

Farið er yfir efni sem hægt er að bæta í steypu og hvernig á að blanda þau og láta storkna. Mót eru fræst í Modela fræsivél. Kennt er hvernig huga þarf að samsetningu við mótasteypu. Verkefni felst í gerð samsetts móts og mótasteypu.

Markmið: Markmið er að nemendur verði færir um að hanna, og framleiða eigin mót og mótasteypu.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Tækniþróun, skrásetning og verkefnastjórnun
Áfangalýsing: Farið er yfir helstu þætti í verkefnastjórnun. Farið er yfir hugbúnað sem heldur um skráartegundir. Nemendur eru þjálfaðir í notkun á fjarfundabúnaði vinna saman í hópum og gera verkefnaáætlanir. Farið er yfir helstu atriði í verkefnastjórnun.

Verkefni felst í að hlaða inn skrám í miðlægan grunn, skrásetja ferla í smiðunni, nota Wiki vef og Bazaar skráarstjórnunarkerfi.

Markmið: Markmið er að nemendur þekki helstu atriði verkefnastjórnunar og þekki notkun á hugbúnaði til að halda utan um skráarsöfn og utan um hald fyrir gögn.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Þrívíddarskönnun og þrívíddarprentun
Áfangalýsing: Farið er yfir helstu þætti varðandi þrívíddarskönnun, farið er yfir mismunandi gerðir þrívíddarskönnunar, skönnun með ljósi, myndum og laserskönnun, þá er einnig farið fyrir notkun á vökva og tækni við þrívíddarskönnun.

Farið er yfir helstu þætti varðandi þrívíddarprentun og meðferð gagna frá þrívíddarskönnun til þrívíddarprentunar. Farið er yfir mismunandi skrársnið og hugbúnað til að með höndla skrárnar. Verkefnið felst í skönnun þrívíddarhluta og prenta þá út í þrívídd eða að búa til þrívíddarskanna , skanna inn hlut og prenta út í þrívídd eða að búa til þrívíddarprentara.

Markmið: Markmið er að nemendur þekki til mismunandi möguleika varðandi þrívíddarskönnun og meðhöndlun þrívíddargagna.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Þrívíddarskönnun og þrívíddarprentun
Áfangalýsing: Farið er yfir helstu þætti varðandi þrívíddarskönnun, farið er yfir mismunandi gerðir þrívíddarskönnunar, skönnun með ljósi, myndum og laserskönnun, þá er einnig farið fyrir notkun á vökva og tækni við þrívíddarskönnun.

Farið er yfir helstu þætti varðandi þrívíddarprentun og meðferð gagna frá þrívíddarskönnun til þrívíddarprentunar. Farið er yfir mismunandi skrársnið og hugbúnað til að með höndla skrárnar. Verkefnið felst í skönnun þrívíddarhluta og prenta þá út í þrívídd eða að búa til þrívíddarskanna , skanna inn hlut og prenta út í þrívídd eða að búa til þrívíddarprentara.

Markmið: Markmið er að nemendur þekki til mismunandi möguleika varðandi þrívíddarskönnun og meðhöndlun þrívíddargagna.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Skynjarar, kveikjarar og skjáir
Áfangalýsing: Farið er yfir tengingar örtölva við ýmsar gerðir af skynjurum, kveikjurum og tengingu þessara örtölva við litla skjái. Farið er yfir gerð rafrása með takka, ljósnema, hitamæli, skrefaviðbragðs nema, hljóðnema, fjarlægðarskynjara, hreyfiskynjara, hröðunarskynjara, álagsskynjara.
Markmið: Markmiðið er að nemendur þekki misumandi gerðir skynjara og átti sig á hvernig hægt er að vinna með gögn frá þeim og lá
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Notendaviðmót og tengingar
Áfangalýsing: Farið er yfir viðmótshönnun og tengingar við önnur kerfi. Farið er yfir mismunandi samskiptastaðla, gert grein fyrir hvernig tölvugögn geta verið flutt á milli kerfa. Greint er frá mismunandi leiðum fyrir ýmiskonar gögn eins og t.d. myndir o.fl. Farið yfir notendaviðmót.
Markmið: Markmið að nemendur átti sig á mismunandi samskiptastöðlum um tölvugögn og hvernig samhæfa má kerfi.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Ífelld netkerfi og samskipti
Áfangalýsing: Farið er yfir grunnatriði í uppbyggingu netkerfa. Farið er yfir net-samskiptastaðla, efnislæg lög. Farið er yfir gerð netkerfa og tenginu við svokallað internet zero. Internet allra hluta.
Markmið: Markmið að nemendur skilji grunnuppbyggingu netkerfa og mismunandi samskiptastaðla. Markmið að geta gert hluti sem hafa íbyggt netsamskiptakerfi í sér.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Vélahönnun
Áfangalýsing: Farið er yfir uppbyggingu á mótórum og kveikjurum. Farið er yfir hraðastjórnun. Stjórnun véla og gerð véla sem gera vélar.
Markmið: Markmið að nemendur skilji grunnatriði í uppbyggingu á vélum og hvernig mótórar eru uppbyggðir.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Stafræn framleiðslutækni notkun og framtíðin
Áfangalýsing: Farið er yfir hvernig nýta má stafræna framleiðslutækni varðandi gerð húsgagna, húsa, samgöngumannvirkja- og tækja, heilsugæslu, verndun og vöktunar á umhverfinu, varðandi orku, leik, listir og þróun
Markmið: Markmið að nemendur átti sig á ýmsum tækifærum varðandi notkun stafrænnar framleiðslu tækni fyrir nýsköpun á fjölbreyttum sviðum.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat


Fab Academy Uppfinningar, höfundarréttur, og viðskiptamódel
Áfangalýsing: Farið er yfir höfundarrétt, einkaleyfi, mismunandi leyfi frjáls og opin módel, tekjumódel, farið yfir vöruþróunarsögur.
Markmið: Markmið að nemendur átti sig á ýmsum tækifærum varðandi notkun stafrænnar framleiðslu tækni fyrir nýsköpun á fjölbreyttum sviðum.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat


Fab Academy Stafræn framleiðslutækni og verkefnastjórnun
Áfangalýsing: Farið er yfir höfundarrétt, einkaleyfi, mismunandi leyfi frjáls og opin módel, tekjumódel, farið yfir vöruþróunarsögur.
Markmið: Markmið að nemendur átti sig á ýmsum tækifærum varðandi notkun stafrænnar framleiðslu tækni fyrir nýsköpun á fjölbreyttum sviðum.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat
Fab Academy Stafræn framleiðslutækni og verkefnastjórnun
Áfangalýsing: Farið er yfir ferli hugmynda, tilurð hugmynda þróun, endurmat, frumgerðarsmíði, villleit, þróun, kynningu og skráningu ferlis.
Markmið: Markmið að nemendur átti sig á vöruþróunarferlum frá hugmynd að markaðssetningu.
Tímasókn: 8\*5 klst
Kennsluefni: Kennsluefni frá MIT, Fab Academy, Fab Lab smiðjum og af netinu.
Námsmat: Verkefnamat


Á enn eftir að fara betur yfir það sem kemur hér á eftir: Fab 103- er samsett úr áföngunum Fab 101, Fab 111 og Fab 121 og er hægt að fá metið til eininga á framhaldsskólastigi.

Fab 101 Stafræn framleiðslutækni
Áfangalýsing: Stafræn framleiðslutækni er kynnt og helstu hugtök skoðuð. Farið verður hratt yfir hugmyndafræði og þróun stafrænnar tækni. Fræðilegur grunnur tækninnar skoðaður m.t.t. rökfræði, rökrúmfræði og vigur-reiknings.
Markmið: Markmið er að nemendur öðlist innsýn í heim stafrænnar framleiðslutækni og átti sig á möguleikum sem felast í notkun hennar.
Tímasókn: 30 kennslustundir, tveir tímar í senn. Bóklegir tímar.
Kennsluáætlun Almennt um starfræna framleiðslutækni

Tölvur og teikningar Rökfræði Vigurreikningur Rökrúmfræði||2 tímar 7 tímar 5 tímar 8 tímar 8 tímar

Kennsluefni: Notað verður kennsluefni frá Nýsköpunarmiðstöð. Aðallega nýtt efni en eitthvað verður notað úr erlendum kennslubókum og af netinu.
Námsmat: Lokaritgerð eða verkefni ákveðið í samráði við kennara.
Fab 111 Rafteikningar og stafræn myndvinnsla
Áfangalýsing: Kenndur verður lestur rafteikninga, stafræn myndvinnsla (rasterun) og inngangur að forritun með Python forritunarmálinu.
Markmið: Markmið er að nemendur öðlist þekkingu við vinnslu á stafrænum myndum og geti teiknað í vektor forritum.
Tímasókn: Tímar eru verklegir, 30 kennslustundir. Tímar eiga sér stað í húsakynnum Lagnamiðstöðvar. Utan kennslustunda munu nemendur geta unnið að verkefnum á opnunartíma Fab Labsins.
Kennsluáætlun Almennt um stafræna framleiðslutækni Rasterun

Rafteikningar og rafrásasmíði Python forritun||1 tími 7 tímar 10 tímar 12 tímar

Kennsluefni: Notað verður kennsluefni frá Nýsköpunarmiðstöð. Aðallega nýtt efni en eitthvað verður notað úr erlendum kennslubókum og af netinu.
Námsmat: Lokaritgerð eða verkefni ákveðið í samráði við kennara
Fab 121 Laserskurður og tvívíð fræsing
Áfangalýsing: Nemendur öðlast færni í laserskurði og tvívíðri fræsingu ásamt því að ná upp færni í tvívíddarhönnun í Inkscape.


Markmið: Markmið er að nemendur öðlist færni í tvívíddarhönnun og geti nýtt sér þekkinguna til þess að hanna hluti og skera út í laserskurðartæki og stórri fræsivél.
Tímasókn: Samtals 30 verklegir tímar sem fara fram í Lagnamiðstöð. Nemendur munu geta unnið verkefnavinnu á opnunartíma Fab Labsins utan kennslustunda.
Kennsluáætlun Vigurteikning með Inkscape

Laserskurður Fræsing||7 tímar 12 tímar 10 timar

Kennsluefni: Notað verður kennsluefni frá Nýsköpunarmiðstöð. Aðallega nýtt efni en eitthvað verður notað úr erlendum kennslubókum og af netinu.
Námsmat: Lokaverkefni í samráði við kennara
Hugmyndir I Virkjum hugmyndir
Áfangalýsing: Þátttakendur fá innsýn í gerð viðskiptaáætlana, persónulega stefnumótun, verkefnastjórnun og störf frumkvöðla almennt. Þátttakendur eru þjálfaðir í stefnumótandi hugsun og vinnu. Viðhorf og samskiptafærni leggja grundvöll að þeim verkefnum, lausnum og forgangsröð sem einstaklingar velja sér. Skoðað er hvernig greina má þessi tækifæri og þróa þau frekar.

Á námskeiðinu fá þátttakendur skilning á mikilvægi verkefnastjórnunar og aðferðum til að temja sér góð og skipulögð vinnubrögð sem þeir geta nýtt í lífi eða starfi.

Markmið: Á námskeiðinu fá þátttakendur betri yfirsýn yfir möguleika í lífi og starfi. Kennd er persónuleg stefnumótun og hvernig hún getur nýst í lífi og starfi.
Tímasókn: Námið er 25 klukkustundir sem skiptast á 5 daga. Gert er ráð fyrir að þátttakendur á námskeiðinu vinni heimavinnu á meðan á því stendur.
Kennsluefni: Notað verður kennsluefni frá Nýsköpunarmiðstöð.
Námsmat: