Difference between revisions of "Sólarkeila"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
(Notkun)
Line 51: Line 51:
  
 
Ef að mikill glampi sést á álpappírnum þegar horft er á hann úr þeirri átt sem sólin er í þarf að þrengja eða víkka keiluna - glampi er sólarljós sem stefnir út úr keilunni frekar en inn að miðjuopinu.
 
Ef að mikill glampi sést á álpappírnum þegar horft er á hann úr þeirri átt sem sólin er í þarf að þrengja eða víkka keiluna - glampi er sólarljós sem stefnir út úr keilunni frekar en inn að miðjuopinu.
 +
 +
Við tilraunir í Vestmannaeyjum í Júlí 2009 náðist 106°C hitastig á nokkrum mínútum þegar umhverfishiti var 14°C. Keilan var þá raunar ekkert sérstaklega góð og hélst hitastigið illa.
  
 
== Myndir ==
 
== Myndir ==

Revision as of 13:46, 14 July 2009

Sólarkeila er einföld aðferð til að beina geislum sólar á einn punkt til að hita punktinn verulega. Á punktinn má þá setja til dæmis pönnu til að elda mat eða Stirling vél til að framleiða raforku. Auðvitað virka svona keilur betur á heitum löndum en á Íslandi, en þetta er einföld leið til að kynnast grunnatriðum sólarorkutækni, ljósfræði og varmafræði.

Inngangur

Innsólun

Innsólun er mælikvarði á hve mikil sólarorka fellur á tiltekinn flöt á dag. Innsólun er mæld í kílówattstundum á fermeter á dag (kWh/m²/dag). Innsólun er meiri eftir því sem færist miðbaug en minni við pólana, og verður einnig gjarnan meiri eftir því sem fólk er hærra yfir sjávarmáli. Gaisma er vefur sem heldur utan um upplýsingar um sólarupprás, sólsetur, og fleira fyrir ýmsa staði á jörðinni og er þar hægt að finna meðalinnsólun fyrir hvern mánuð fyrir sig. Til dæmis má skoða Reykjavík, en þar er innsólun þannig:

  • Janúar: 0.11 kWh/m²/dag
  • Febrúar: 0.53 kWh/m²/dag
  • Mars: 1.31 kWh/m²/dag
  • Apríl: 2.77 kWh/m²/dag
  • Maí: 4.11 kWh/m²/dag
  • Júní: 4.71 kWh/m²/dag
  • Júlí: 4.16 kWh/m²/dag
  • Ágúst: 3.27 kWh/m²/dag
  • September: 2.17 kWh/m²/dag
  • Október: 0.97 kWh/m²/dag
  • Nóvember: 0.25 kWh/m²/dag
  • Desember: 0.03 kWh/m²/dag

Sé þetta borið saman við heitari staði á borð við Dubai sést hve mikill breytileiki er á þessu á heimsvísu.

Nýtni

Nýtni á sólarorkuspeglum (PV, Photovoltaics) er oftast nær á milli 12-18% en bestu sólarorkuspeglarnir á markaðnum í dag eru með um 23% nýtni. Miðað við Reykjavík í Júlí þýðir þetta að sólarorkuspegill sem er 1m² að stærð getur náð, miðað við 18% nýtni, 0.18*4.16 kWh/dag, eða um 0.748 kWh á dag.

Góð sólarkeila ætti að geta náð um 80-90% nýtni við matseld, enda ekki verið að gera annað en að beina varmaorku til.

Hönnun og smíði

Efnisþörf

  • Ein stór örk af stífum pappír. Því stærri, því betra.
  • Lím. Best er að nota fljótandi lím sem er hægt að pensla á, því þörf er á svolítið miklu lími. Trélím hentar sennilega vel í þetta.
  • Álpappírsrúlla. Ef að pappírinn sem þú notar er mjög stór gætirðu þurft meira en eina rúllu; það stendur á flestum rúllum hve marga fermetra af álpappír er á rúllunni.
  • Límband eða málningatape til að líma endana svo þeir trosni síður upp.

Verkfæri

  • Skæri
  • Pensill til að pensla límið á

Leiðbeiningar

Byrjaðu á því að útvega mjög stórri örk af vel stífum pappír. 100cm×50cm ætti að vera nóg fyrir litla keilu, en því stærra því betra. Hafðu í huga að 100cm×50cm = 5000cm² = 0.5m² (og ekki allt efnið nýtist!).

Skerðu lítinn 3-5 cm þveran hálfhring út úr einni hliðinni á efninu, c.a. fyrir miðju á langhliðinni. Þetta mun mynda opið sem við beinum geislunum í gegnum.

Taktu nú lím og settu lím yfir allan flötinn. Best er að gera þetta smám saman, en þegar límið hefur verið sett á, settu þá álpappírinn á. Passaðu að beygla og krumpa álpappírinn eins lítið og mögulegt er, og hafa hliðina sem hefur meiri gljáa út á við (önnur hliðin hefur meiri gljáa, hin hliðin er mött). Passaðu að álpappírinn sé alveg límdur við pappírinn og sé hvergi laus; allsstaðar þar sem hann er laus mun álpappírinn krumpast þegar við förum að beygja pappírinn í keilu.

Þegar álpappírinn hefur verið settur á er gott að setja límband yfir endana á pappírnum svo að álpappírinn trosni síður upp og skemmist.

Loks þarf að búa til keiluna. Þá er pappírinn tekinn og snúinn upp á sjálfan sig til að mynda keiluform, með álpappírinn fyrir innan.

Notkun

Snúðu keilunni upp í sólu og minnkaðu opið að aftan þannig að það er 3-5cm að þvermáli.

Ef að mikill glampi sést á álpappírnum þegar horft er á hann úr þeirri átt sem sólin er í þarf að þrengja eða víkka keiluna - glampi er sólarljós sem stefnir út úr keilunni frekar en inn að miðjuopinu.

Við tilraunir í Vestmannaeyjum í Júlí 2009 náðist 106°C hitastig á nokkrum mínútum þegar umhverfishiti var 14°C. Keilan var þá raunar ekkert sérstaklega góð og hélst hitastigið illa.

Myndir

Myndbönd

<video type="vimeo">5112443</video>
<video type="youtube">tH48iHBGc-0</video>

Tenglar