Shopbot fræsivél

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Hugtök

  • VFD - Variable Frequency Drive; einnig þekkt sem tíðnistillir
  • Stjórntölva - Stór málmlitaður kassi sem hefur að geyma tölvustýringar fyrir vélina
  • Tölvan - tölvan sem þú hannar verkefnið á.
  • Spindel - fræsihausinn - sá partur sem snýst í hringi.
  • Fræsitönn - tönn sem festist í fræsihausinn sem grefur í efnið.
  • Tíðnistillir - sjá VFD
  • Hz eða Hertz - tíðni; hversu oft á sekúndu atburður á sér stað.
  • Pedant - gulur kubbur með þremur tökkum: neyðarrofa, reset takka og start takka.


Myndir


Shopbot skref

Undirbúningur verkefnis

  1. Create New File
  2. Skilgreina stærð og þykkt efnis sem á að meðhöndla áður en þú byrjar að hanna.
  3. Flytjið skrá inn í Partworks hugbúnaðinn eða hannið beint í þeim hugbúnaði.
  • File -> Import
Hugbúnaður sem fylgir Shopbot
Partworks og Partworks 3D

PartWorks getur opnað skrár sem hafa verið vistaðar á eftirfarandi skráarsniði:
* DXF Drawing Exchange Files fyrir CAD kerfi
* EPS Encapsulated Postscript frá t.d. Adobe Illustrator and Corel Draw.
* AI Adobe Illustrator
* PDF Portable Document Format for industry standard print data hægt að gera t.d. í Inkscape
Ef hönnunin er gerð í hugbúnaði eins og Corel draw eða Adobe Illustrator mælum við með því að taka út allar fyllingar og breyta 
texta í path.
Skráarsnið sem Partworks3D  (Shopbot-hugbúnaður) getur opnað
* PartWorks3D getur opnað hugbúnað sem hefur verið vistaður á eftirfarandi skráarsniðum:
* V3D PartWorks3D and Vectric Cut3D files
* STL STL Mesh files - binary & ascii
* V3M Vector Art 3D files
* 3DS 3D Studio - binary & ascii
* X DirectX
* DXF AutoCAD 3D DXF
* LWO LightWave
* TXT MaxNC Digital Probe
* SBP ShopBot Digital Probe files
* WRL VRML
* OBJ Wavefront
Hafa verður í huga að hönnunarkerfin sem skrifa þessi skráarsnið, geta verið mismunandi og því getur þurft í einhverjum tilfellum 
að umbreyta skránum yfir í skráarsnið sem passar fyrir Partworks3D.  Dæmi um hugbúnað sem umbreytir ofangreindum skráarsniðum er 
t.d. AccuTrans 3D frá Micromouse Productions. www.micromouse.ca


  1. Þegar hönnunin er tilbúin þarf að búa til skurðarbrautir fyrir vélina.
    1. Veljið Toolpaths. Þar bjóðast nokkrir valkostir um fræsingu:
      • V-Carve: V-laga skurður gerður með v-tönn
      • Profile: Einfaldur skurður eftir línu
      • Pocket: Fjarlægja efni innan úr lokuðum ferli
      • Drill: Bora göt
      • Texture: Vinna áferð ofan í efnið
    2. Veljið dýptina sem á að fræsa úr og í. Yfirleitt viltu byrja í núllpunkti efnisins. Dýptin sem þú grefur í er mismunandi eftir markmiðum, en ætti aldrei að vera meira en þykkt efnisins.
    3. Veljið Fræsitönn.
      • Mismunandi fræsitennur gefa mismunandi niðurstöður. Helstu tegundir eru:
        • Bein tönn: Best þegar á að fjarlægja flatarmál frekar en að skera bara.
        • V-tönn: Góð til að gera fína skurði og áferðir.
        • Up-cut tönn: Togar sag upp úr holum, virkar best á efni sem hafa mikið af fíngerðu sagi en brotnar ekki upp úr, s.s. MDF og spónaplötur.
        • Down-cut tönn: Ýtir sagi niður, virkar best á efni sem brotnar mikið upp úr, s.s. krossviði.
    4. Eftir því hvernig fræsingu þú ætlar að framkvæma geturðu valið fleiri stillingar - það eru um að gera að pæla í þeim og prófa sig áfram.
  2. Athuga þarf hvort að skurðirnir séu framkvæmdir í réttri röð, þ.e. þannig að t.d. útskurður verði síðastur, til þess að efni verði ekki losað of fljótt.
  3. Vistaðu skurðarbrautirnar (.shp skrá)
  4. Vistaðu verkefnið. (.crv skrá)


Festa efni

Gætið þess að skorða efni vel. Mögulegt er að skrúfa efnið niður, en gæta verður þess að hafa skrúfur utan þess svæðis sem á að fræsa.

ATH: Ef að efni fer á flakk meðan verið er að fræsa getur það skotist til, skemmst, brotið fræsitennur, og valdið bruna.


Að velja og skipta um tennur

Áður en fræsing hefst er mikilvægt að tryggja að rétt fræsitönn sé í. Fyrir flóknari verkefni gætirðu þurft að fræsa í nokkrum skrefum og skipta um tennur á milli skrefa. Tennur eru misjafnar, sjá nánar um fræsitennur.

Til að skipta um tönn notarðu skiptilyklanna tvo sem fylgja vélinni. Til að losa tönn úr heldurðu við með venjulega skiptilyklinum og snýrð hinum, með appelsínugula haldfanginu, réttsælis. Kollettan sem heldur tönninni er þá oft föst í, en hún losnar auðveldlega ef þú slærð laust í hana með skiptilykli.

Þegar þú setur tönn í seturðu kollettuna fyrst, svo skrúfstykkið, og loks tönnina. Tönnin ætti að fara um 2 cm inn í kollettuna að öllu jöfnu. Þú herðir skrúfstykkið með skiptilyklunum, snýrð þeim með appelsínugula skaftinu rangsælis. Það þarf ekki að herða mjög mikið.


Kveikja á fræsivélinni

  1. Kveikja á rauða/gula rofanum (stilla á I) á stjórntölvunni.
    • Þetta kveikir á stjórntölvunni og kæliviftu spindelsins.
  2. Ýta á reset takkann á pendantnum.
    • Þetta kveikir á VFD tíðnistillinum.
  3. Opna ShopBot 3 forritið
    • Stundum tilkynnir forritið við ræsingu villu 91. Ef það gerist, eyddu þá c:\Program Files\Shopbot\Shopbot3\shopbot.ini og prófaðu aftur. Þá þarftu að gefa upp frumstillingar fyrir vélina. Þær eru í PRS/Alpha/120x60.
  4. Tryggja að forritið sé stillt til að vinna í millimetrum.


Að hita upp fræsihausinn

Það þarf að hita upp fræsihausinn áður en fræsivélin er notuð. Þetta er vegna þess að það eru legur í fræsihausnum, og þær endast betur ef það kemur bara átak á þær meðan þær eru vel heitar.

  1. stilla á 150 á tíðnistillinum
    • Við þurfum að hita spindelinn upp. Ágætt er að byrja í 150 og vinna sig upp.
Tíðnistilling á VFD Snúningar á mínútu Efni
200 10000 Plastefni
270 13500 Flestur krossviður, MDF, o.þ.h.
300 15000 Harðviður


Ferli við fræsun

  1. Smella á gula takkann á skjánum fyrir ofan "Absolute" til að opna handstýringuna.
  2. Tryggja að fræsitönn sé hæfilega hátt uppi til að hún rekist ekki í neitt þegar hún fer í gang.
  3. Smella á úttak 1 á skjánum í handstýringarglugganum.
  4. Setja upp heyrnahlífar, ath allir inni í smiðjunni eiga að gera það.
  5. Ýta á start takkann á pedantnum
    • Þá byrjar spindelinn að snúast.
  6. Hita upp í 2 mínútur
  7. Hækka tíðnina smám saman í 270 og hita í 2 mínútur þegar þangað er komið.
  8. Núllstilla borðið
    • Færa endann á fræsitönninni á núllpunkt verkefnisins og veldu Zero->Zero three axis (skrifa á lyklaborð z, ýta á enter, skrifa svo á lyklaborð 3 og ýta á enter) (þetta er gert til þess að núllstilla ásana 3, x,y,z)
    • X ásinn er breiðasti ásinn á vélinni
  9. Færðu tönnina upp þannig að hún sé fyrir ofan efnið.
  10. Hlaða inn skrá sem á að vinna
    1. sækja skrá ( File -> Part File Execute)
  11. Kveikja á ryksugu
  12. Smella á start á tölvunni, og svo ýta á start takkann á pedantnum
    • Þá fer spindelinn í gang
  13. Smella á ok í tölvunni
  14. Fylgjast vel með og ef eitthvað fer úrskeiðis er hægt að ýta á neyðar öryggisrofa


Frágangur

  1. Færa fræsitönn þannig að hægt sé að losa um efni eða skipta um fræsitönn (þetta er gert með shopbot stýrihugbúnaðnum)
  2. Slökkva á ryksugu með því að smella á hvítan rofa við rafmagnsinntakið.
  3. Til þess að slökkva á, smella á loka hnapp (X) í shopbot stýrihugbúnaðnum
  4. lækka tíðni í 150 á tíðnistillinum.
  5. Slökkva á rauða/gula rofanum
  6. Taka allar skrúfur og festingar frá.
  7. Sópaðu upp sag sem gæti hafa fallið til.


Dæmi um vandræði

Dæmi um vandræði sem fólk hefur lent í: Þegar skjöl eru hönnuð í Auto Cad, geta komið upp vandræði þegar skjölum er varpað yfir í Partworks. Auto Cad virðist gera marga punkta í staðinn fyrir að hafa fáa punkta. Vandræði geta einnig verið að op geta myndast á milli vektora þegar skjali er varpað yfir í önnur form.


Ein lausn við þessu var t.d. að umbreyta .pdf skjali í bitmap og þaðan í vektor á ný í Inkscape.

Önnur vandræði geta skapast þegar Auto Cad er ekki með sömu línutegundir (polyline, line, circle o.s.frv.)

  • Athuga ef notaður er harðviður
    • Mikilvægt getur verið að hægja á hreyfingu fræsitannarinnar.
    • Það er gert með því að fara í Partworksforritið, smella á Tools -> Feed Rate 10 mm/sec, og Plunge rate 5 mm/sec.

Runtime error 6 = Overflow Algengast er að þessi villa komi upp ef tölvan er ekki stillt á tommukerfið. Lausnin er að fara í Control Panel > Clock, Language, and Region > Change location > Formats > Format: English (United States) eða > Additional settings > Measurement system > U.S.


Tenglar