Difference between revisions of "Skera út límmiða"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
(Skera út)
(Skera út)
Line 25: Line 25:
 
# Veljið File > Print > Roland GX 24.
 
# Veljið File > Print > Roland GX 24.
 
# Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
 
# Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
 
 
# Ef notuð er rúlla er ágtætt að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengdin á skjalinu sem muna skal og stilla svo með því að smella á á File > Print > Properties  og færa í length. Þá er smellt á OK.
 
# Ef notuð er rúlla er ágtætt að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengdin á skjalinu sem muna skal og stilla svo með því að smella á á File > Print > Properties  og færa í length. Þá er smellt á OK.
 
# Ef notaður er bútur sér vélin sjálf um að skanna bútinn og veit stærð hans.  
 
# Ef notaður er bútur sér vélin sjálf um að skanna bútinn og veit stærð hans.  
 
 
# Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE  
 
# Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE  
 
# Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
 
# Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
 
 
# Smellið svo á OK eða Print
 
# Smellið svo á OK eða Print
  

Revision as of 13:18, 1 June 2010

Til þess að skera út límmiða í Roland GX 24

Hægt er að skera út límmiða í Roland GX 24 beint úr Inkscape:

Kveikja á Roland vinyl skera

  1. Kveikið á Roland vinylskeranum.
  2. Ákveða lit sem á að nota.
  3. Setjið efni í Roland vinylskerann. Hægt er að setja efnið í að framanverðu sem og að aftanverðu.
  4. Láta efnið ná fram yfir ljósnemann sem er framan á vélinni.
  5. Hjólin eru stillt með því að færa þau til ofan á efnið. Vinsta hjólið á að vera staðsett nálægt endanum vinstra megin eða á hvíta breiða svæðið. Hægra hjólið á svo að vera við þá reiti sem eru merktir með hvítum límmiða.
  6. ATH hægt er að losa um á bakhlið til að setja inn efnið, eftir það verður að læsa bakhliðinni aftur.
  7. Smellið á pílur upp eða niður sem eru hægra megin á skeranum og veljið Piece ef notaður er bútur en Roll ef notuð er rúlla.
  8. Síðan er smellt á Enter á vinyl skeraranum.

Undirbúningur

Útbúið vektor mynd í Inkscape

Stafir skulu ekki vera með fyllingu (sbr. Object-> Fill and Stroke og hafa No Fill).

Ef um mynd eða hlut er ræða eru annað hvort engar útlínur hafðar eða engin fylling, eftir því hvað á að skera út. Þessar breytingar eru gerðar í Object -> Fill and Stroke. Fill er fyllingin og er hakað við X ef ekki á að nota hana og Stroke Paint eru útlínur og er hakað við X ef ekki á að nota þær.

Best er að vista Inkscape skjalið í PDF formi og skera þannig út.

Skera út

  1. Veljið File > Print > Roland GX 24.
  2. Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
  3. Ef notuð er rúlla er ágtætt að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengdin á skjalinu sem muna skal og stilla svo með því að smella á á File > Print > Properties og færa í length. Þá er smellt á OK.
  4. Ef notaður er bútur sér vélin sjálf um að skanna bútinn og veit stærð hans.
  5. Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE
  6. Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
  7. Smellið svo á OK eða Print


Einnig er hægt að notast við Cut Studio hugbúnaðinn

Tenglar

http://www.rolanddga.com/asd/products/cutters/gx24/ Vídeó hvernig festa á límmiða upp