Skera út límmiða

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 13:24, 14 August 2014 by LinWan (Talk | contribs)

Jump to: navigation, search

Til þess að skera út límmiða í

<iframe width="854" height="510" src="//www.youtube.com/embed/g-Bb3_BWhM4" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>


Hönnun

  • Útbúið vektor mynd í t.d. Inkscape eða öðru vektorteiknihugbúnaði.
  • Við hönnun á vektormynd sem á að skera út er gott að notast eingöngu við fyllingu og engar útlínur eða öfugt (þ.e.a.s engar fyllingar og aðeins útlínur sem eru 0,01 mm á þykkt).
  • Sjá stillingar Object-> Fill and Stroke og hafa No Fill).
  • Best er að vista Inkscape skjalið í PDF formi og skera þannig út.


Kveikja á Roland vinyl skera

  • Kveikið á Roland vinylskeranum.
  • Ákveða lit sem á að nota.
  • Setjið efni í Roland vinylskerann. Hægt er að setja efnið í að framanverðu sem og að aftanverðu.
  • Láta efnið ná fram yfir ljósnemann sem er framan á vélinni. Skerinn sker á efnið milli hjólanna tveggja.
  • Hjólin eru stillt með því að færa þau til ofan á efnið. Vinstra hjólið á að vera staðsett nálægt endanum vinstra megin eða á hvíta breiða svæðið. Hægra hjólið á svo að vera við þá reiti sem eru merktir eru með hvítum límmiða.
  • ATH hægt er að losa um á bakhlið til að setja inn efnið, eftir það verður að læsa bakhliðinni aftur.
  • Smellið á pílur upp eða niður sem eru hægra megin á skeranum og veljið Edge ef notaður er bútur en Roll ef notuð er rúlla.
  • Síðan er smellt á Enter á vinyl skeraranum.


Skera út

  • Veljið File > Print > Roland GX 24.
  • Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
  • Ef notuð er rúlla er ágætt að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengd skjalsins sem færa þarf inn í File > Print > Properties > length. Þá er smellt á OK.
  • Ef notaður er bútur þarf ekki að setja inn lengdina heldur sér skerinn sjálfur um að skanna bútinn og veit því stærð hans.
  • Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE
  • Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
  • Smellið svo á OK eða Print.
  • Ef hætta á við aðgerð,Unsett er smellt tvisvar á Menu á skeranum.


Koparfilma

  • Pressure: 60 gf
  • Speed: 1 cm/sek


Ubuntu

Ubuntu

/var/log$ dmesg
cat syslog

Change permission to access parallel port, and insert fab user password

/dev$ sudo chmod 0766 /dev/usblp0


Einnig er hægt að notast við Cut Studio hugbúnaðinn

<iframe width="854" height="510" src="//www.youtube.com/embed/g-Bb3_BWhM4" frameborder="0" allowfullscreen></iframe>


skref fyrir skref með mynd

1. Áður en hafist er handa þarf að byrja á því að kveikja á vinil skeranum en það er gert með því að ýta á power takkann sem er neðst hægra megin á vélinni – sjá mynd

1 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


2. Velja þarf þann lit sem á að nota. Annað hvort er rúlla tekin úr rekkanum hér fyrir ofan eða ef um er að ræða lítinn límmiða er hægt að nota búta sem liggja við hliðina á vélinni.

0 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


3. Rúllan er lögð aftan við vélina eins og sést á myndinni hér til hliðar.

2 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


4. Til að hægt sé að þræða filmuna í gegn þarf að losa takkann sem örin hér á myndunum bendir á.

3 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


5. Tvö hjól eru á skeranum og sést annað þeirra hér til hliðar. Þau þurfa að vera staðsett á sitthvorum enda filmunnar. Annað á endanum hægra megin og hitt á endanum vinstra megin. Auðvelt er að ýta hjólunum til og frá.

4 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


6. Efnið þarf að ná vel fram eins og sést á myndinni hér til hliðar. Þegar búið er að stilla hjólin af og efnið er hæfilega langt fram er: MJÖG MIKILVÆGT að færa takkann aftur upp á réttan stað. Sjá rauðu örina á myndinni hér til HLIÐAR.

5 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


7. Þá þarf að stilla vélina fyrir það efni sem er í henni, þ.e.a.s. rúlla eða bútur Smellið á pílurnar hér á takkaborðinu og veljið Piece ef notaður er bútur en Edge ef notuð er rúlla. Í gluggan efst á takkaborðinu sést hvað er valið.

6 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


8. Þegar rétt hefur verið valið er ýtt á enter. Þá hreyfist hjólið og blái kassinn sem örin bendir á eftir brautinni og mælir breiddina. Hann stillir einnig rúlluna af þannig að hún er á réttum stað þegar byrjað er að skera. Sjá næstu mynd.

7 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


9. Þá er skerinn tilbúinn og þá þarf að stilla prentskipanirnar á skjalinu sem á að prenta út.

8 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


10. Farið í tölvuna og opnið pdf skjalið af þvi sem á að prenta. Farið í file/print og veljið Properties. Þar smellið þið á: Get from Machine. Sjá ör hér til hliðar Þá kemur inn rétt breidd á skjalinu. Inni í hringnum hér til hliðar má sjá stærð pdf skjalsins.

9 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


11. Ef notuð er rúlla þarf að setja lengd skjalsins inn. Farið í File og Properties. Þar setjið þið inn lengdina á því sem þið ætlið að prenta. Gott er að hafa stærðina ca. 5 mm lengri heldur en stærð skjalsins er. Hér fyrir ofan er stærð skjalsins 229,7 mm. Gott væri því að setja inn í length 235 mm.

10 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


12. Ef notaður er bútur þarf ekki að setja inn lengdina heldur sér skerinn sjálfur um að skanna bútinn og veit því stærð hans.

11 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


13. Áður en prentarinn er settur af stað þarf að passa að hafa hakað í Actual size og svo Portrait eða Landscape eftir því sem við á. Smellið svo á OK eða Print. Ef hætta á við aðgerð er smelt tvisvar á menu á skeranum.

12 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


14. Að prentun lokinni er komið að því að skera filmuna úr skeranum. Á milli ljósa svæðisins og þess dökka er rauf sem gott er að nota og skera beint með dúkahníf.

13 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


15. Í lokin þarf að ýta á menu takkann. Þegar unsetup birtist á skjánum þá þarf að ýta á enter. Þá rúllar blái kassinn til hægri og er tilbúinn fyrir næstu notkun. Losið handfangið, takið rúlluna og gangið frá upp í hillu.

14 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg


16. ATH þegar límmiðinn er tilbúinn er best að taka fyrst það efni sem ekki á að nota í burtu. Einfaldast er að taka efnið í burtu með því að renna því til hliðar en ekki rífa það beint upp. Síðan er límmiðinn settur á filmu. Varast ber að loft sé þar á milli og því best að reyna að skafa loftið í burtu með sköfu. Flöturinn sem límmiðinn á að fara á ætti að vera hreinn. Límið er losað og sett á flötinn og skafan notuð til þess að ná loftbólunum í burtu.

15 how-to-set-up-the-vinyl-cutter.jpg



Tenglar

http://www.rolanddga.com/asd/products/cutters/gx24/
YouTube: how to Apply Vinyl Sticker