Skera út límmiða

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 13:14, 3 June 2010 by Sigrun (Talk | contribs)

Jump to: navigation, search

Til þess að skera út límmiða í Roland GX 24

Hægt er að skera út límmiða í Roland GX 24 beint úr Inkscape:

Kveikja á Roland vinyl skera

  1. Kveikið á Roland vinylskeranum.
  2. Ákveða lit sem á að nota.
  3. Setjið efni í Roland vinylskerann. Hægt er að setja efnið í að framanverðu sem og að aftanverðu.
  4. Láta efnið ná fram yfir ljósnemann sem er framan á vélinni. Skerinn sker á efnið milli hjólanna tveggja.
  5. Hjólin eru stillt með því að færa þau til ofan á efnið. Vinsta hjólið á að vera staðsett nálægt endanum vinstra megin eða á hvíta breiða svæðið. Hægra hjólið á svo að vera við þá reiti sem eru merktir með hvítum límmiða.
  6. ATH hægt er að losa um á bakhlið til að setja inn efnið, eftir það verður að læsa bakhliðinni aftur.
  7. Smellið á pílur upp eða niður sem eru hægra megin á skeranum og veljið Piece ef notaður er bútur en Roll ef notuð er rúlla.
  8. Síðan er smellt á Enter á vinyl skeraranum.

Undirbúningur

Útbúið vektor mynd í Inkscape

Stafir skulu ekki vera með fyllingu (sbr. Object-> Fill and Stroke og hafa No Fill).

Ef unnið er með mynd eða hlut eru annað hvort engar útlínur hafðar eða engin fylling, eftir því hvað á að skera út. Þessar breytingar eru gerðar í Object -> Fill and Stroke. Fill er fyllingin og ef hakað við X ef ekki á að nota hana og Stroke Paint eru útlínur og er hakað við X ef ekki á að nota þær.

Best er að vista Inkscape skjalið í PDF formi og skera þannig út.

Skera út

  1. Veljið File > Print > Roland GX 24.
  2. Veljið Preferences > Smella á Get data from Machine.
  3. Ef notuð er rúlla er ágætt að setja lengd skjalsins inn. Smella á File > Properties. Neðarlega á síðunni sést Page size. Seinni talan er lengd skjalsins sem færa þarf inn í File > Print > Properties > length. Þá er smellt á OK.
  4. Ef notaður er bútur þarf ekki að setja inn lengdina heldur sér skerinn sjálfur um að skanna bútinn og veit því stærð hans.
  5. Áður en skorið er út þarf að stilla Page Scaling á NONE
  6. Og taka hakið af Auto Rotate and Centre.
  7. Smellið svo á OK eða Print.
  8. Ef hætta á við aðgerð er gera Unsett er smellt tvisvar á menu á skeranum.


ATH þegar límmiðinn er tilbúinn er best að taka fyrst það efni sem ekki á að nota í burtu. Einfaldast er að taka efnið í burtu með því að renna því til hliðar en ekki rífa það beint upp. Síðan er límmiðinn settur á filmu. Varast ber að loft sé þar á milli og því best að reyna að skafa loftið í burtu með sköfu. Flöturinn sem límmiðinn á að fara á ætti að vera hreinn. Límið er losað og sett á flötinn og skafan notuð til þess að ná loftbólunum í burtu.

Ubuntu

Ubuntu

  • /var/log$ dmesg
  • cat syslog

Einnig er hægt að notast við Cut Studio hugbúnaðinn

Tenglar

http://www.rolanddga.com/asd/products/cutters/gx24/ Vídeó hvernig festa á límmiða upp