Ubuntu uppsetning

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Ubuntu er vinsæl dreifing af GNU/Linux stýrikerfinu sem er hönnuð með það í huga að vera notandavæn og aðgengileg án þess að skerða kraftinn sem býr í Linux almennt. Dreifingin er byggð á Debian.

Til að setja upp Ubuntu á tölvu þarf að ná í kerfið fyrst. Auðveldast er eða nota uppsetningardisk. Leiðbeiningar um hvernig það skuli gert eru á http://www.ubuntu.com

Uppsetningin er mjög auðveld.

  • Endurræsa tölvuna
  • Velja F2, og láta ræsa tölvuna af CD-rom ef Stýrikerfið er þar.
  • Velja install Ubuntu

o.s.frv. sjá nánar á Ubuntu.com

þegar búið er að innstalla ubuntu er það fyrsta sem skrifað er

  • sudo apt- get update

svo

  • sudo- apt get upgrade

sjá einnig upplýsingar á þessari upplýsingasíðu Fab Lab og hlaðið niður skránni UbuntuDBInstr07-09.doc

Setja upp pakkasöfn

Þegar búið er að setja upp kerfið er mikið af sjálfgefnum forritum inni, en nóg er til - í Ubuntu dreifingunni eru um 45000 pakkar sem hægt er að velja um. Við höfum tekið saman gott safn af pökkum fyrir almenna vinnslu, margmiðlun, forritun, tölvustudda hönnun og almenna menntun sem þú getur sett inn með einföldum hætti:

  • Hlaða niður Ubuntu pakkasafni með því að smella á þennan tengil -> Ubuntu pakkasafn fyrir Fab Lab
  • Opnið System -> Administration -> Synaptic Package Manager
  • Farið í Edit -> Reload Package Information
  • File-> Read Markings -> velja Ubuntu pakkasafn og Open og Svo smella á Apply -> To be installed -> Apply