Uppbygging tölva

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 13:20, 5 June 2009 by Spm (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Tölvur eru tæki sem vinna úr upplýsingum. Til slíkrar úrvinnslu þarf marga mismunandi eiginleika, og þeir eiginleikar eru uppfylltir með mismunandi pörtum.

Mikilvægasti parturinn er örgjörvinn, sem framkvæmir aðgerðir. Hver aðgerð er mjög lítil og getur verið til dæmis að leggja saman tvær tölur, að færa tölu úr einu minnishólfi í annað, eða að kveikja á einhverjum pinna á kubbnum sjálfum.

Örgjörvinn er tengdur í marga aðra parta, og er misjafnt hverjir þeir eru eftir því um hverskonar tölvu er að ræða. Það er mikilvægt að skilja að sjónvarp, stafræn myndavél, farsími og borðtölva eru alltsaman tölvur, en þau hafa sitthvoran tilganginn. Borðtölvan er klárlega almennust í hönnun sinni.

Nútíma borðtölvur eru með aðalsamskiptabraut frá örgjörvanum sem fer í Northbridge (öðru nafni memory controller hub), sem stjórnar öllum samskiptum milli örgjörvans annars vegar og vinnsluminnisins, AGP brautarinnar og Southbridge hinsvegar. Southbridge er svo önnur aðalstýring sem tengir örgjörvann við PCI brautina, rauntímaklukkuna, aflstýringar, USB brautina, og ýmislegt annað.

Samskiptabrautir

  • Norðurbrú
  • Suðurbrú

PCI

PCI stendur fyrir Peripheral Component Interconnect eða jaðartæjaviðmót. Það er ætlað sem hraðvirk braut almenns eðlis til að auka getu tölvunnar, en staðallinn var þróaður til að taka við af eldra ISA viðmóti.

Í dag eru ýmis nútímalegari afbrigði PCI til svo sem PCI-X, PCI Express (PCIe).

AGP

AGP eða Advanced Graphics Port var þróað sem háhraðabraut fyrir grafíkvinnslu þegar að ljóst var að PCI brautir voru ekki að anna því magni upplýsinga sem fylgdi vinnslunni.

USB

USB eða Universal Serial Bus er mjög almenn samskiptabraut fyrir serial (runu) samskipti. Tæki á USB brautinni hafa mismunandi auðkenni og geta haft mismunandi samskiptareglur innan USB regluverksins. USB nýtist í allt frá ílags- og úttakstækjum eins og mýs, lyklaborð og prentarar, yfir í varanlegt minni svo sem harða diska eða samskiptakerfi.