Difference between revisions of "Upplýsingakenningin"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
(New page: '''Upplýsingakenningin''' var lögð fram árið 1948 af '''Claude Elwood Shannon'''. Hún gerði mönnum kleift að snarbæta gæði sjónvarpsútsendinga, og smíða stafrænar tölvur,...)
 
 
Line 12: Line 12:
 
* [[Óreiða]]
 
* [[Óreiða]]
 
* [[Huffman kóðun]]
 
* [[Huffman kóðun]]
 +
 +
== Vídeó ==
 +
* [http://www.youtube.com/view_play_list?p=C29E32281749E0A5&annotation_id=annotation_48958&feature=iv Kennslumyndbönd um upplýsingakenninguna á YouTube]

Latest revision as of 09:18, 4 June 2009

Upplýsingakenningin var lögð fram árið 1948 af Claude Elwood Shannon. Hún gerði mönnum kleift að snarbæta gæði sjónvarpsútsendinga, og smíða stafrænar tölvur, sem þá hafði verið reynt í um áratug með takmörkuðum árangri. Fólk gat átt samskipti um síma yfir lengri vegalengdir og fræðilegur grunnur var lagður að stafrænum útsendingar, bæði yfir útvarpsbylgjur og í gegnum kopar og síðar ljósleiðara.

Upplýsingakenningin er notuð allsstaðar í samskiptum dagsins í dag, frá því hvernig við þjöppum JPEG myndir og bíómyndir á DVD diskum og niður í það hvernig farsímar virka. Á seinni árum hafa félagssálfræðingar byrjað að nota upplýsingakenninguna til að skoða minnstu eindir samskipta milli einstaklinga.

Kenningin er í rauninni undirgrein stærðfræðinnar þar sem fengist er við mælingu á upplýsingum. Þetta er samansafn af aðferðum og reglum til að skoða hvernig upplýsingar ferðast á milli staða, hvernig er hægt að nýta upplýsingar sem best, hvernig er hægt að nota sem minnst af upplýsingum til að lýsa hlutum nákvæmlega, og hvernig má bæta upp fyrir upplýsingatap.

Sjá einnig

Vídeó