User:Ezithau

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 16:23, 2 December 2009 by Ezithau (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Ég heiti Hjörleifur of var að lvl-a og setti skill pointinn minn í handabakahár(passive)


fyrsti tími

lærði á Inkscape, fiktaði mig til við að gera hitt og þetta.

annar tími

lærði betur á Inkscape og gerði þrjá límmiða á tölvuna mína. náði í myndir af netinu sem ég importaði í Inkscape, tók svo og allt sem ég vildi ekki að væri á límmiðunum og fjarlægði það með því að sundra myndirnar.

Korpiklaani miði, fyrsti tími
Wacken miði, fyrsti tími
Dethklok miði, fyrsti tími

þriðji tími

púslaði saman pýramídda úr tetrahýdrum utan um pentagon kúlu sem var utan um venjulega kúlu. Frosti sagðist eiga mynd af þessu einhverstaðar, hann verður bara að setja hana inn sjálfur

fjórði tími

byrjaði að hanna smellismíðis kassa, gekk ekki alveg jafnvel og ég vonaðist og þurfti að klára hann í tímanum eftir það.

fimmti tími

héllt áfram með kassa, eftir nokkur mistök varð niðurstaðan

Chibithulu box

sjötti tími

lærði smá grunn í rafrásum, fékk kenslu og notaði svokallað brauðbretti.

sjöundi tími

fiktaði mig til í google sketch, teiknaði hús í þrívídd, og svona tíu sekúndum eftir að húið varð flott fiktaði ég mig aðeins til og endaði með eithvað sem var ekkert líkt húsi

áttundi tími

lærði grunninn að því að nota shopbot, bjó til einhverja teikningu, en skar hana ekki út

níundi tími

hjálpaði Frosta að finna út úr litla fræsi tækinu um hvernig ætti að skera út rafrásir, fattaði það að tækið fer í rugl við þriðja aukastaf eftir kommu með hæðsta punkt.

tíundi tími

lærði betur á shopbot og hannaði skillti. hönnunin að skiltinu var tekin úr einu af uppáhalds webcomicunum mínum. ef einhver hefur áhuga á því þá er þetta comicið MSpaint adventures, Proble Sleuth

ellefti tími

sat í tvo tíma að horfa á shopbot skera út skiltið mitt. heppnaðist vel
skilti. Sleuth Diplomacy

tólfti tími

fór í það að skera út rafrás, eftir mikið vesen að ná að byrja þá brotnaði borinn og ég þurfti að gera þetta í tímanum eftr

þrettándi tími

náði að skera út rafrásina Hello.RGB og lærði grunninn í að lóða, lóðaði vitlaust viðnám, of stórt viðnám og fannst það út í næsta tíma

fjórtándi tími

Haukur sýndi mér hvernig ég forrita rafrásina með AVR. vesenuðumst í sirka tvo tíma að reyna að finna út hvað væri að og afhverju ekkert virkaði, eftir mikið fikt með rafmagn í gegnum viðnámin fundum við út að það var eitt of sterkt viðnám hjá mér. þá kviknaði loksins bláa ljósið, og eftir ennþá lengri pælingar fundum við út að grunnforritið sem að við notuðum til að forrita brettið var vitlaust skrifað og löguðum við það. þegar eð Brettið var komið í gang vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að gera og fór bara heim

fimmtándi tími

mætti, enginn Frosti. fór bara í að laga bílinn minn

sextándi tími

byrjaði á óróa í barnavagninn hjá litla frænda mínum, hannaði eitt stykki og passar það fínnt

sautjándi tími

héllt aðeins áfram með óróann meðan ég hlustaði á kennslu um örgjörfa