Difference between revisions of "User:Fribbiklikk"

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
Line 5: Line 5:
 
Einnig náði ég að láta LED ljós blikka með Arduino en ég missti mjög fljótt áhugan á því.
 
Einnig náði ég að láta LED ljós blikka með Arduino en ég missti mjög fljótt áhugan á því.
  
Sameiginlegt verkefni okkar Ásgeirs, Hjalla, Árna og mín var að hanna kassa utan um spilin okkar en það reyndist mun erfiðara heldur en við gerðum ráð fyrir. Kunnátta okkar á Arduino var mjög takmörkuð og hópurinn svo stór að það var erfitt að fá hjálp með þetta. Við gerðum prototype sem við vissum að mundi ekki virka, og viti menn, það virkaði ekki! Ólíklegt er að við náum að klára þetta verkefni.
+
Sameiginlegt verkefni okkar Ásgeirs, Hjalla, Árna og mín var að hanna kassa utan um spilin okkar en það reyndist mun erfiðara heldur en við gerðum ráð fyrir. Kunnátta okkar á Inkscapr var mjög takmörkuð og hópurinn svo stór að það var erfitt að fá hjálp með þetta. Við gerðum prototype sem við vissum að mundi ekki virka, og viti menn, það virkaði ekki! Ólíklegt er að við náum að klára þetta verkefni.
  
 
Skemmtilegasta sem gert var þessa önn var að skrúfa sundur gamla ljósritunarvél. Þar grúskaði ég í öllu inni í henni en hafði þó ekki tíma í það að skrúfa hana alveg í sundur. Við hlógum að því að 100 skrúfur komu út úr vélinni en aðeins um 30 fóru aftur í hana.
 
Skemmtilegasta sem gert var þessa önn var að skrúfa sundur gamla ljósritunarvél. Þar grúskaði ég í öllu inni í henni en hafði þó ekki tíma í það að skrúfa hana alveg í sundur. Við hlógum að því að 100 skrúfur komu út úr vélinni en aðeins um 30 fóru aftur í hana.

Revision as of 13:55, 15 November 2013

Ég heiti Friðbjörn og ég er búinn að vinna í nokkrum verkefnum þessa önn í fablab.

Fyrsta verkefni sem ég kláraði var þegar við smíðuðum hólf sem skildu að mismunandi stærðir spýtna í horninu. Við tókum til allstaðar bakvið og ryksuguðum upp músaskít. Síðan skrúfuðum við aðskiljara á vegginn og komum spýtunum fyrir snyrtilega milli þeirra. Við rétt náðum að ryksuga upp músaskítin áður en hátt settir fablabbarar landsins komu í heimsókn. Það varð fyrir ekkert þar sem að Hjálmar nefndi það við þá að við hefðum verið að þrífa upp kúk.

Einnig náði ég að láta LED ljós blikka með Arduino en ég missti mjög fljótt áhugan á því.

Sameiginlegt verkefni okkar Ásgeirs, Hjalla, Árna og mín var að hanna kassa utan um spilin okkar en það reyndist mun erfiðara heldur en við gerðum ráð fyrir. Kunnátta okkar á Inkscapr var mjög takmörkuð og hópurinn svo stór að það var erfitt að fá hjálp með þetta. Við gerðum prototype sem við vissum að mundi ekki virka, og viti menn, það virkaði ekki! Ólíklegt er að við náum að klára þetta verkefni.

Skemmtilegasta sem gert var þessa önn var að skrúfa sundur gamla ljósritunarvél. Þar grúskaði ég í öllu inni í henni en hafði þó ekki tíma í það að skrúfa hana alveg í sundur. Við hlógum að því að 100 skrúfur komu út úr vélinni en aðeins um 30 fóru aftur í hana.

Ég gerði einnig nafnspjald en missti af kennslutímanum þar sem kennt var á inkscape svo þetta var í raun aldrei nafnspjald heldur bara nafnið mitt skrifað í inkscape skjal. Aldrei prentaði ég það út heldur því ég missti af tímanum þar sem kennt var á laserskerann eða var að huxa um eitthvað annað, ég er ekki alveg viss.

Mörg verkefnin hafa gengið þannig fyrir sig að fyrst finnst mér þau mjög spennandi en þegar líður á það kemst ég að því að það er margt leiðinlegt sem þarf að ganga í gegnum til þess að láta þetta virka og það finnst mér ekki þess virði. Þó var mjög skemmtilegt að skrúfa sundur ljósritunarvélina og hefði ég viljað eyða öllum mínum tíma í fablab í það að skrúfa sundur einhverja hluti.

Ég fann það sem mér fannst skemmtilegast að gera þegar 2 vikur voru eftir af náminu. Heppinn ég!