User:Stonerinn

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

(20.09.13) Er beginner í fab lab og langar mig að sjá hversu langt ég næ og hvað ég næ að búa til :). Ég ætla að reyna að búa til einhvað tengt áhugamálum mínum s.s. skák eða íþróttum eða eitthvað í þá áttina. Hef enga reynslu af forritun eða þannig tölvuvinnu og vona ég geti búið til eitthvað sem mun nýtast mér.

(15.11.13) Mín reynsla í fab lab hefur aukist gríðarlega frá því í byrjun skólaársins. Ég hef lært á eftirfarandi forrit og aukahluti sem þeim forritum fylgja:

  • Inkscape
  • Arduino
  • Next Engine
  • Blender
  • Gimp

Ég eyddi mestum tíma í Next engine og Gimp og mun ég því fjalla mest um vinnu mína þar.

  • Next engine

í þessu forriti vann ég með mesta snilling hér á vor jörðu, honum Arnari Sveini og fjölluðum við saman um vinnu okkur hér:

Við notuðum forrit sem ber nafnið Next Engine Scanstudio HD og með því skannaran Next Engine 3D Scanner HD. Ef þú ætlar að skanna hlut sem glampar af, er gott að setja smá duft yfir hann. Ef þú gerir það ekki eru miklar líkur á því að hluturinn kemur illa út. Til að byrja með skönnuðum við inn ljúffenga eplið hans Frosta. Þar sem þessi hlutur er eins allan hringinn, þurftum við að setja inn punkta til að merkja hverja hlið fyrir sig, svo hægt sé að raða þeim rétt upp eða að skanninn raði hliðunum sjálfur rétt upp. Þegar búið er að skanna fyllir maður í þær holur sem eru á myndinni(Polish;Fill), eftir það er gott að einfalda hlutinn(Polish;Simplify) og (Polish;Buff). Að því loknu ættir þú að vera tilbúinn að fara með verk þitt í þann 3D prentara sem þú ætlar að nota. Þar prentar þú út hlutinn og ert vonandi bara sáttur með þitt.

  • Gimp

Hérna scannaði ég mynd af mér og breytti henni í forritinu, ég klónaði hluta af myndinni og skannaði hana annars staðar inn, var að fikta með þetta forrit mikið, breytti brightness og shadow og öllu því og á endanum var myndin afskaplega falleg líkt og einstaklingurinn sjálfur er :)