Viðbætur í Inkscape

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 11:37, 26 September 2017 by Gerbrith (Talk | contribs)

(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Viðbætur

Inkscape býður upp á að nota viðbætur (plug in) til þess að auðvelda ferli við að búa til ákveðna hluti. Listi yfir undirforrit má finna hér. Til þess að virkja viðbætur í tölvu þarf að hala niður skrárnar og afrita .py og .inx skrárnar inn í Inkscape möppuna. Yfirleitt er leiðinn My computer > Program files > Inkscape > Share > Extensions. Ef þetta er gert rétt á síðan að vera hægt að opna Inkscape, smella á Extensions og finna viðbótina í listanum. Gæta þarf þess að viðbótin virkar með útgáfunni af Inkscape sem verið er að nota.

Tabbed Box Maker

Þessi viðbót leyfir okkur að búa til smellismiða “box”. Í þessi viðbót er stillanlegt Kerf, og hægt að ráða hversu þykkur efniviðurinn er, hversu stórir fingrarnir eiga að vera og hversu margar hliðar eigi að vera í “boxinu” sem og stærð boxins. Ýtarlegar leiðbeiningar eru á ennsku á github síðunni.

Living Hinge

Þessi viðbót teiknar fyrir okkur lifandi lamir. Notandi teiknar kassa með kassaverkfærinu, velur Extensions > Raster > Linving Hinge og getur þá stillt lengd skurðs á y-ás, millibil skurða á y-ás og millibil skurða á x-ás. Því minni millibil, því meiri sveigjanleiki, en einnig minni styrkleiki í efniviðnum. Því færri skurðir, því meiri sveigjanleiki, en aftur, minni styrkleiki í efniviðnum.

Elliptical Box Maker

Til þess að auðvelda okkur að búa til hringlaga smellismiða box er til viðbót sem heitir elliptical box maker. Það notar sömu skurði og lifandi lamir og tabbed box maker viðbæturnar í að útbúa form sem væru annars of flókin fyrir flesta Inkscape notendur að hanna. Til þess að virkja þessa viðbót þarf að setja .py og .inx skjölin í Extensions möppuna eins og vanalega, en einnig þarf að sækja Inkscape helper viðbótinna. Til þess að virkja þessa viðbót þarf að stofna nýja möppu í extensions möppuni, nefna hana Inkscape_helper og setja allar skrárnar fyrir Inkscape helper viðbótinni í þessa nýju möppu. Þá er hægt að finna elliptical box maker í Extensions > Laser tools.