3D scanning with Modela

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Modela skönnun 3D scanning with Modela Hægt er að útbúa nákvæm þrívíð módel af hlutum sem eru til í Módela skanna.


Um þrívíddarskönnun með Modela

<video type="youtube">THUy4gVr7iM</video>


Roland MDX-20/15 vélin (Modela) er mjög fín til að gera "reverse-engineering". Áður en að þú byrjar að hanna hluti frá grunni geturðu notað Modela til að skanna inn hluti til að nota í CAD teikningum. Þú getur einnig mótað hluti úr leir til að skanna inn.

Nákvæmni skannans er mjög mikill, eða allt að 0.05 mm nákvæmni á X og Y ásum, sem má stilla óháð hvoru öðru. Margir þrívíddarskannar geta ekki skannað leir eða ávexti vegna þess að þeir eru of mjúkir, og geta ekki skannað glæra hluti svo sem gler eða akrýl þar sem ljósgeislar sem margir skannar nota fara í gegnum það.

Til að skanna, setjið skannaeininguna í Modela og opnið Dr. PICZA hugbúnaðinn sem er notaður til skönnunar, skilgreindu skönnunarsvæðið og nákvæmnina, og smelltu á "Scan". Ef þú villt ná meiri nákvæmni á tilteknu svæði geturðu skannað aftur þar með aukinni nákvæmni og Dr. PICZA mun sameina líkönin.

Ferli

 • Áður en skönnun hefst þarf að setja 3-D skanna á Modela vélina.
 • Festið hlutinn sem á að skanna vel niður (t.d. með tvöföldu límbandi)


Opnið Dr. PICZA hugbúnaðinn.

Veljið Scanning Area, þar er svæðið sem á að skanna skilgreint.

 • X scan pitch: Nákvæmni skönnunar á x-ás
 • Y scan pitch: Nákvæmni skönnunar á y-ás
 • Z -Bottom : Neðsti hluti sem á að skanna á z-ás

Z-upper limit.

 • Þar er staðsetning hæsta punktar sem á að skanna skilgreindur. (þetta getur flýtt umtalsvert fyrir skönnun)
 • Til þess að kanna hvort réttur punktur hafi verið valin er hægt að tvísmella á hann og vélin færir sig að þeim punkti.

Hægt er að velja skanning Area á myndinni (blár rammi) eða skilgreina hnit hornpunkta. Til þess að kanna hvort rétt hnit hafa verið valin er hægt að smella á Begin Area Test.

Smellið svo á OK

 • Fine: Skannar aðeins í aðra átt (mjög nákvæmt)
 • Draft: Skannar þegar skanninn færist í báðar áttir á X ás
 • Smart Scan ( ef smart scan er valið þá skannar hún aðeins svæðið sem hefur verið skilgreint áður

Til þess að skanna er valið Scan.

Um nákvæmni skönnunar

0.05mm nákvæmni á tveimur ásum.

Nákvæmi skannans er mest 0.05 mm á hvorn ás, en hægt er að minnka nákvæmnina til að hraða á skönnuninni.

Það er nauðsynlegt að átta sig á að 0.05mm nákvæmni þýðir að 0.05-1 = 20 mælingar eru teknar á hverjum millimeter. Ef nákvæmnin er 0.05mm á bæði X og Y ás, þá er verið að taka 0.05-2 = 400 mælingar á hverjum fer-millimeter. Það er töluverð nákvæmni. Oft er slík nákvæmni algjör óþarfi, sérstaklega ef að yfirborð hlutarins er nokkuð slétt eða ekki er verið að leitast eftir mikilli nákvæmni í þrívíddarlíkaninu.

Hér eru nokkur dæmi um nákvæmnisstillingar.

Nákvæmni á X ás Nákvæmni á Y ás Mælingar per mm²
0.05 mm 0.05 mm 400
0.10 mm 0.05 mm 200
0.10 mm 0.10 mm 100
0.20 mm 0.20 mm 25
0.25 mm 0.25 mm 16
0.50 mm 0.50 mm 4
1 mm 1 mm 1
2 mm 2 mm 0.25

Uppsetning Dr. PICZA

Þegar verið er að nota Dr. PICZA hugbúnaðinn í fyrsta skiptið getur verið að það virki ekki, og gefi skilaboðin "COM1 port not ready" eða eitthvað í þeim dúr. Það er þá vegna þess að Windows er að stýra aðgangi að COM1 portinu og Dr. PICZA er að reyna að hafa samskipti við portið beint án þess að fara í gegnum Windows rekilinn.

Til að laga þetta er nóg að breyta því hvaða vistfang Windows notar til að eiga samskipti um COM1. Þetta er gert þannig:

 • Opna Device Manager
 • Velja COM1 úr Ports
 • Velja Resources
 • Ef Current Configuration er valið, þá á að breyta yfir í Basic Resource Configuration 0000.
Config settings modela 3dscanning.png

Þá ætti það að virka.