FAB103/Modela skönnun

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Modela 3d skönnun 4.oct

Ársæll og fáfnir voru saman í hóp, ársæll talar, við ákváðum að frumtest okkar á modela 3d skönnunini yrði að reyna skanna lítinn legokubb. Við byrjuðum á því að skipta um tól vélarinnar í 3D skannan og eftir það límdum við legokubbinn á flötinn og þurftum við að fínstilla X,Y og Z ása í Dr.Picza. eftir það var bara að bíða eftir því að skönnunin yrði á enda sem tekur smá tíma, en samt styttra en ég var að búast við, en er biðin var á enda fengum við ágæta en ekki fullkomna 3d grid mynd af kubbnum. Þessi mynd við fengum af kubbnum var svo ónákvæm að við ákváðum að gera skönnunina uppá nýtt og enn nákvæmnari. þannig í staðinn fyrir að hafa 1,00 mm í bæði y og x ásum, þá minnkuðu við þéttleikann niður í 0,20 mm, þegar við byrjuðum þá skönnun þá sáum við að nálin fór alltaf í efstu mögulegu hæð og var það að fara leiða í mjög langdregna skönnun, þannig við canceluðum þeirri skönnun. og fórum við að fikta við hæðarpunktinn til að finna hæsta punkt kubbsins, þegar við hófum þá skönnun með réttan hæðarpunkt var hraði skönnunarinnar mun fljótari þótt heidartíminn var meira enn heill klukkutími.

Mistök:

  -höfðum ekki nógu mikinn þéttleika í skönnuninni.
  -höfðum of mikið svæði útfyrir kubbinn.
  


Síðan þegar heildar 3d myndin af efri hlið kubbsins er komin í myndrænt 3d form í dr picza, þá snúum við okkur að því að ná neðri hlið kubbsins