Fab Charter/is

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search


Hvað er Fab Lab?

Fab Lab er alþjóðlegt net staðbundinna Fab Lab smiðja sem leiða til nýsköpunar með því að veita fólki aðgengi að búnaði fyrir stafræna framleiðslu.


Hvað felst í Fab Lab?

Fab Lab smiðjur deila með sér sístækkandi skrá yfir mögulega verkþætti sem gera fólki kleift að búa til nánast hvað sem er, þar sem fólk hjálpast að og deilir verkefnum.


Hvað býður Fab Lab netið upp á?

Aðstoð við starfsemi, fræðslumál, tæknileg mál, fjármál eða við að útvega búnað umfram það sem er til staðar í viðkomandi Fab Lab smiðju.


Hver getur notað Fab Lab smiðjur?

Fab lab smiðjur eru opnar almenningi. Þær bjóða upp á opið aðgengi fyrir einstaklinga auk þess sem boðið upp á aðgengi fyrir hópa og skipulögð verkefni.


Hver er ábyrgð þín?

  • Öryggi: Að skaða hvorki fólk né vélbúnað
  • Rekstur: Að aðstoða við tiltekt, viðhald og endurbætur á smiðjunni
  • Þekking: Aðstoða við skráningu og fræðslu


Hver á Fab Lab uppfinningar?

Hönnun og framleiðsluferli sem þróuð eru í Fab Lab smiðjum má bæði vernda og selja á þann hátt sem framleiðandinn kýs en það ætti að vera aðgengilegt einstaklingum til afnota og til að læra af.


Hvernig geta fyrirtæki notað Fab Lab?

Mögulegt er að nýta Fab Lab smiðjur í viðskiptalegum tilgangi til að gera frumgerðir og frumhönnun í Fab Lab smiðjum en slíkt má ekki rekast á aðra notkun smiðjunnar og ætti fremur að vaxa út úr smiðjunum en en inn í þær og ætlast er til að þær gagnist hugvitsmanninum, smiðjunum og því neti sem hefur stutt við velgengni og framgang hugmyndanna.