Hönnun rafrása með Inkscape

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Kostir þess að nota Inkscape fram yfir CAD.py eða Eagle við rafrásahönnun er fyrst og fremst mun beinni stjórn yfir heildarútliti rafrásarinnar. Þannig má með einföldum hætti ná fram mjög listrænum áhrifum í hönnun rafrásarinnar.

Til að hanna rafrásir í Inkscape þarf fyrst og fremst að huga að mælieiningum. Ágætt er að vinna alltaf í millimetrum.

Best er að byrja á því að skilgreina stærð pappírsins sem stærð brettisins sem þú ætlar að vinna með (t.d. 10x10cm) og gera bakgrunninn svartan. Rásirnar sjálfar verða þá hvítar, en þessir litir eru svo túlkaðir seinna af CAD.py.

Íhlutir

Þegar íhlutir eru teiknaðir þá þarf að teikna fyrir grunni þeirra fyrst. Til að átta sig á grunninum þá skal skoða tengin sem eru í boði, en ætlunin er að bjóða upp á helstu grunnanna í SVG skjali sem hægt er að hlaða niður.

Flest viðnám, þéttar og díóður í Fab Labinu eru pakkningar í SMD stærð 1206, sem þýðir að um ferkantaðan kubb sé að ræða sem er 0.12" á móti 0.06" á stærð, eða 3.2 mm × 1.6 mm. Dæmigert er að slíkar pakkningar þoli allt að 1/4 W. Sjá Algengar SMD pakkningar og SOIC.

Vírar

Lightstrip.png

Á myndinni að ofan er gert ráð fyrir tveimur koparpúðum sem má tengja víra í (endarnir), eitt 1206-stærðar viðnám og sex 1206-stærðar díóður sem liggja skáhallt á rásina. Milli þessarra parta liggja svo vírar, en þykkt þeirra þarf að vera að minnsta kosti 0.15 mm til að vera fræstir út en mega alveg vera þykkari. Hafðu í huga að viðnám víra er háð þverskurðarflatarmáli þeirra, þannig að breiðari vírar hafa minna viðnám. Vírarnir að ofan voru hafðir 0.46 mm á þykkt.


Vistun til fræsingar

Vista sem PNG mynd með 600 DPI upplausn. Gæta skal þess að allaveganna 30 pixla rammi (2 mm) utan um teikninguna sem ekkert er á svo að hægt verði að búa til skurðarmöskva.

Að útbúa skurðarmöskva

Teiknaðu hvítt form þvert yfir alla rásina nema skildu 2mm kant eftir á jaðrinum sem er hægt að skera eftir. Vistaðu svo með 600 DPI upplausn og athugaðu hvort það sé ekki örugglega 30 pixla rammi í myndinni.

Fræsing með CAD.py

Þetta er gert í tveimur skrefum. Fyrst er rásin fræst með rásarmyndinni, og svo er rásin skorin út með skurðarmöskvanum. Sjá Fræsing rafrása með CAD.py.