Roland Modela fræsivél

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search
 Þessi grein er enn í vinnslu, vinsamlegast hjálpið okkur að bæta þessa grein.

MDX-20 er lítil 3 ása fræsivél frá Roland með XY vinnusvæði 203 mm x 152 mm, og Z ás 60 mm, vélin er með 10 watta spindil með 2 festingar sem taka 6 mm fræsitennur og 1/8 tommu (3,18mm) tennur og snúningshraða upp að 6500 s/m. Auk þess sem hægt er að setja snertinema í vélina og nota hana til að gera stafrænt líkan af hlut sem festur er á vinnuborðið (digitizer).

Fræsitennur sem eru til á verkstæðinu eru frá 0.40 mm til 3,15 mm flatar og með kúlu enda, einnig er hægt að nota v-tennur. Færsluhraði á tönn er frá 0,1-15 mm/sek. Og nákvæmni er 0,02 mm. (mynd) (tafla).

Efni sem vinna má í vélinni eru listuð í efnistöflu. (tafla).

Vélin er tengd með serial snúru við tölvuna, t.d. com1 port sem stillt er á 9600 baud gagnahraða. Rekill fyrir Windows er settur á tölvuna og svo forritið “MODELA player 4” sem er handhægt forrit til að stjórna vélinni. Það getur lesið skrár frá 3D hönnunarkerfum með skráarformin DXF, IGS, og STL.

Skipanir vélarinnar eru einfaldar teksta runur sem eru sendar á serial portið. Skipanirnar eru gjarnan vistaðar í skrá með endinguna .rml. Hér er dæmi: PA;PA;VS2;!VZ2;!MC1;!PZ-20,50;PU385,1240;PD367,1240;PD367,1229;!MC0; Vélin kann í raun tvo hluti, færa tönn á ákveðið hnit með verkfærið uppi (PU) og færa verfærið á ákveðið hnit með verfærið niðri (PD). Aðrar skipanir eru svo til að stilla færsluhraða og snúning á spindli. Mikilvægast er að velja réttan núll punkt fyrir x og y þar sem verkið á að hefjast og stilla z ás á réttan núll punkt þar sem tönnin snertir efnið.


FRÆSING:

<video type="youtube">9L3qraKmMWI</video>

Ef við erum með 3D módel af hlut sem við viljum smíða þá lesum við inn geometríu hlutarins í Modela forritið, þar getum við skalað módelið þannig að það passi í vélina og snúið því á alla kanta þannig að sú hlið snúi upp sem heppilegust er miða við að nota á fræsitönn í verkið en hún getur ekki skorið innhverf horn (sjá mynd).

Við límum með “double-tape” eða festum með öðrum hætti efnis kubb sem er með rúmmál rúmlega það sem módelið hefur á vinnuborð vélarinnar. Fræsitönnin er valin fyrir það efni sem notað er og vinnsluhraði ákveðinn.

Efni sem gjarnan eru notuð eru vax, viðartegundir og málmar. Athugið að harka efnisins sé í samræmi við fræsitönn og hraðastillingar, (sjá efnistöflu). Ekki er gott ef spónn frá fræsitönn fer að vindast utanum tönnina í miðju verki.

Munið að setja hlífina á vélina áður en vinnsla hefst.

Þegar fræsa á út þrívíðan hlut þarf að ákveða vinnusvæðið, það svæði sem á að skera utanaf, t.d. ef þetta á að vera steypumót þá getur verið gott að hafa fláa á útveggjum vinnusvæðisins. Einni þarf að gæta að því að fræsitönnin standi það langt niðurúr patrónu að patróna rekist ekki í hlutinn þar sem dýpst er farið.

Gætið einnig að því að tönnin endist út allt verkið því ekki er auðvelt að skipta um tönn í miðju verki.

Þegar búið er að stilla forritið á það efni sem vinna skal og þá tönn sem á að nota setur það upp kjörhraða sem notandi getur svo fínstillt. Ákveða þarf að vinna efnið niðurávið frá toppi og hve djúpt tönnin fer í hverri umferð (z ás).

Þá er að búa til ferlana fyrir vélina, ákveðið núllpunkt með því að færa handvirkt fræsitönnina á upphafsstað og slaka niður tönninni svo hún narti aðeins í efnið. Þá er búið til vinnsluferli sem sléttar efnið (planar), þá fer tönnin einn hring um útlínur vinnusvæðis og færir sig svo niður og grefur slétt yfirborð á vinnusvæðið með því að fara eins margar ferðir yfir efnið og þarf, færir sig oftast tæpa þá vegalengd sem tönnin sker í hverri ferð.

Næsta ferli er grófvinnsla, þá fer tönnin yfir vinnusvæðið og fer eins nálægt útlínu módelsins eins og tönnin leyfir og færir sig stöðug dýpra í efnið þar til dýpsta punkti er náð. Þá kemur fínvinnslan þar sem tönnin fer mjög margar ferðið um útlínur hlutarins og færir sig um mjög stutta vegalengd í hvert skipti, þetta getur tekið góða stund. Þegar fínvinnslu er lokið þá færir vélin sig í heimastöðu og hluturinn er tilbúinn.

Hugtök

Modela skref

Undirbúningur verkefnis

  1. Flytjið skrá inn í Modela 4 Player hugbúnaðinn
  2. Skilgreina stærð og þykkt efnis sem á að meðhöndla áður en þú byrjar að hanna.
  3. Þegar hönnunin er tilbúin þarf að búa til skurðarbrautir fyrir vélina.
    1. Veljið dýptina sem á að fræsa úr og í. Yfirleitt viltu byrja í núllpunkti efnisins. Dýptin sem þú grefur í er mismunandi eftir markmiðum, en ætti aldrei að vera meira en þykkt efnisins.
    2. Veljið Fræsitönn.
      • Mismunandi fræsitennur gefa mismunandi niðurstöður. Helstu tegundir eru:
  1. Vistaðu skurðarbrautirnar . skrá
  2. Vistaðu verkefnið. (. skrá)

Festa efni

Gætið þess að skorða efni vel. Mögulegt er að skrúfa efnið niður, en gæta verður þess að hafa skrúfur utan þess svæðis sem á að fræsa.

ATH: Ef að efni fer á flakk meðan verið er að fræsa getur það skotist til, skemmst, brotið fræsitennur, og valdið bruna.

Að velja og skipta um tennur

Áður en fræsing hefst er mikilvægt að tryggja að rétt fræsitönn sé í. Fyrir flóknari verkefni gætirðu þurft að fræsa í nokkrum skrefum og skipta um tennur á milli skrefa. Tennur eru misjafnar, sjá nánar um fræsitennur.

Til að skipta um tönn notarðu skiptilyklanna tvo sem fylgja vélinni. Til að losa tönn úr heldurðu við með venjulega skiptilyklinum og snýrð hinum, með appelsínugula haldfanginu, réttsælis. Kollettan sem heldur tönninni er þá oft föst í, en hún losnar auðveldlega ef þú slærð laust í hana með skiptilykli.

Þegar þú setur tönn í seturðu kollettuna fyrst, svo skrúfstykkið, og loks tönnina. Tönnin ætti að fara um 2 cm inn í kollettuna að öllu jöfnu. Þú herðir skrúfstykkið með skiptilyklunum, snýrð þeim með appelsínugula skaftinu rangsælis. Það þarf ekki að herða mjög mikið.

Kveikja á fræsivélinni

  1. Kveikja á græna takkanum á fræsivélinni

Ferli við fræsun

  1. Núllstilla borðið
    • Færa endann á fræsitönninni á núllpunkt verkefnisins
    • X ásinn er breiðasti ásinn á vélinni
  2. Færðu tönnina upp þannig að hún sé fyrir ofan efnið.
  3. Hlaða inn skrá sem á að vinna
    1. sækja skrá (
  4. Smella á start á tölvunni, og svo ýta á start takkann á pedantnum
    • Þá fer spindelinn í gang
  5. Smella á ok í tölvunni
  6. Fylgjast vel með og ef eitthvað fer úrskeiðis er hægt að ýta á neyðar öryggisrofa


ATH muna Down Cut

Frágangur

  1. Ryksuga í kring eða sópa upp auka efni
  2. Slökkva rofanum
  3. Taka allar skrúfur og festingar frá.
  4. Sópaðu upp sag sem gæti hafa fallið til.
Roland Modela nýtist vel í rafrásagerð.

Undirbúningur rafrásar

Gerð fræsibrautar

Fræsitennur

Skref fyrir skref

Takkarnir á Modela; frá toppi: Power, View, Up, Down

Gerð skurðabrautar

  1. Búðu til skurðarbrautina fyrir hlutinn.

Undirbúningur fræsivélar

Fræsing rásar

  1. Hreinsa úr minni fræsivélar með því að halda inni Up og Down tökkunum
  2. Farðu úr View mode (með því að smella á View takka á fræsivél)
  3. Stilltu núllpunkt á X og Y ás í hugbúnaðinum, með því að smella á Move
  4. Haltu Down takkanum inni ( i nokkrar sekundur) þar til að fræsihausinn færist niður að plötunni, ekki láta hana snerta
  5. Losaðu skrúfuna sem heldur fræsitönninni þannig að tönnin losni og en gættu þess að tönnin detti ekki niður með því að halda við hana en hún á svo að snerta plötuna.
    • Þó ekki láta hana detta beint, slakaðu henni frekar niður þannig að hún brotni ekki
    • Prófaðu að lyfta henni örlítið og sleppa til að vera viss um að ekkert sé fyrir
  6. Hertu skrúfuna fyrir fræsitönnina
    • Haltu kollettunni uppi og tönninni niðri meðan þú herðir svo hún verði ekki laus í.
  7. Sendu verkefnið á tækið. (Send to Machine)
  8. Þegar það er búið að fræsast, ýttu þá á View takkann.

Útskurður

  1. Búðu til skurðarbrautir fyrir það sem þú ætlar að gera.
  2. Farðu úr View mode með því að smella á View takkann á fræsivélinni og stilltu núllpunkt á X og Y ás úr hugbúnaðinum með því að smella á Move. Notaðu nákvæmlega sama núllpunkt og áður!
  3. Haltu Down takkanum inni þar til að fræsihausinn færist niður að plötunni, ekki láta hana snerta
  4. Losaðu skrúfuna sem heldur fræsitönninni þannig að tönninn detti niður og snerti plötuna.
    • Prófaðu að lyfta henni og sleppa til að vera viss um að ekkert sé fyrir
  5. Hertu skrúfuna fyrir fræsitönnina
  1. Sendu verkefnið á tækið.

Frágangur

  1. Taka agnir i burtu med t.d. ryksugu
  2. hreinsa rafrásarbrettið með því að skola það með vatni og sápu til þess að rásin tærist ekki með tímanum.

Ef eitthvað fer úrskeiðis

Ef eitthvað kemur upp á við fræsingu er hægt að smella á View takkann á fræsivélinni.

Til þess að hreinsa úr minni fræsivélarinnar er UP og DOWN tökkunum haldið inni í 5-6 sekúndur, halda tökkunum inni þar til Led ljós er hættir að blikka hjá VIEW takkanum..

Ef verkefni er sem hefur verið sent á úr cad.py er stöðvað þarf að slökkva á forritinu og byrja upp á nýtt. Þetta er t.d. hægt að gera með því að fara í Terminal í Linux og skrifa killall -9 python

Ef unnið er í Windows og ekki gengur að fá stöðvað fræsinguna er hægt að gera eftirfarandi:

  1. Opnið Task Manager með því að ýta á CTRL-ALT-Delete og veljið "Task Manager"
  2. Í glugganum sem birtist skal velja flipan "Processes"
  3. Veljið næst "spoolsv.exe" og þrýstið á "End Process" hnappinn
  4. Lokið Task manager og farið í c:\Windows\System32\spool\printers og eyðið þeim skjölum sem þar er að finna
  5. Endurræsið bæði tölvuna og fræsarann og þá ætti fræsarinn að vera endurstilltur


Tenglar