SVG

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

SVG eða Scalable Vector Graphics („stækkanlegar vigurmyndir“) er myndasnið fyrir vigurmyndir (bæði kyrramyndir og hreyfimyndir) sem byggist á XML staðlinum. SVG er opinn staðall þróaður af W3C frá árinu 1999. Þar sem SVG-skjöl eru XML-skjöl er hægt að breyta þeim með hvaða XML-ritli sem er eða venjulegum textaritli en algengast er að notast við teikniforrit sem styðja SVG-sniðið á borð við Adobe Illustrator og Inkscape. Hægt er að skrifta SVG-myndir með ECMAScript til að gera þær gagnvirkar og hreyfa þær til.

SVG er hannað með það fyrir augum að nýtast við vefhönnun og flestir nútímavafrar eru með innbyggðan stuðning fyrir sniðið (mikilvæg undantekning er Internet Explorer sem þarf íforrit (plugin) til að sýna SVG-myndir). Skjáborðsumhverfið GNOME hefur stutt SVG (í gegnum GTK+ og Cairo) frá 2005, og Nokia S60v3 símar styðja SVG.

Uppbygging skráa

Skráarsnið

SVG skrár eru til í tvennu tagi. Í fyrsta lagi venjulegar SVG skrár sem bera skráarendinguna .svg, og hinsvegar þjappaðar SVG skrár sem bera skráarendinguna .svgz. Þjappaðar SVG skrár eru GZip þjappaðar en eru að öðru leyti venjulegar skrár.

SVG skrár byrja á stöðluðum XML haus, til dæmis:

<?xml version="1.0" encoding="UTF-8"?>

Í kjölfarið kemur SVG blokk sem inniheldur svo afganginn af skilgreiningu skráarinnar. SVG blokkin er í sinni einföldustu mynd:

<svg id="myndinmin" width="500" height="370">
  ...
</svg>

Að öðru leyti eru SVG myndir byggðar upp eins og hverjar aðrar XML skrár, þó með stöðluðum SVG tögum og möguleikum á viðbótum. Algeng tög í SVG eru:

  • <g>
  • <path>
  • <text>
  • <rect>
  • <circle>
  • <ellipse>
  • <line>
  • <polyline>
  • <polygon>

Nánari útlistun á þessum tögum og öðrum má finna hér.