User:Arnithorleifs

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Árni Þorleifsson

Ég er 19 ára nemandi í FÍV með brennandi áhuga á forritun og almennri tölvufræði. Langar að gera eitthvað skapandi og klikkað í þeim geira. Hef líka gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en held að það muni ekkert koma að gagni hérna í FABLAB. FABLAB mun vera ótrúlega skemmtilegt og fræðandi og æðislegt og spennandi og þess háttar.

Síðastliðna mánuði erum við búnir að vera að skoða og skapa allskonar í fablab. Ég byrjaði t.d að búa mér til límmiða og prenta út nafnspjald sem ég teiknaði upp í inkscape. Síðan höfum við félagarnir verið að vinna að svokölluðum "Landa-Kassa" undir spil og með skiptingum. Teiknað upp í inkscape svo skárum við út í fræsiskeranum svona "prototype". Svo tókum við smá pásu frá þessu öllusaman og fórum að læra á arduino. Það var mjög gaman, gerðum skemmtileg verkefni með arduino og svooleiðis. Svo núna síðustu vikuna höfum við verið að taka í sundur ljósritunarvél, og stýri sem er notað í tölvuleiki. Könnum hvernig þetta virkar og skráum það hjá okkur. Þetta var ekki mjög productive önn .. en ég náði. Nú er ég mættur í fab2.0. Staðfest. Swag.

FAB203

Við byrjuðum önnina á léttri upprifjun. Eftir þessa upprifjun var okkur skipt í hópa og við tókum þátt í verkefninu "Snilldarlausnir Marel". Markmiðið í þessu verkefni var að finna ný not fyrir notaðar plastflöskur. Minn hópur stefndi á það að búa til pennaveski úr flösku, en það breyttist síðan og varð að geymslubelti. Uppfinning okkar fékk nafnið FlaxBox og fékk ekki nógu mikla athygli frá almenning.

Flax.png

Eftir þetta verkefni skiptum við okkur niður í hópa eftir áhugasviðum. Ég byrjaði á því að vera einn í hóp og fiktaði mig eitthvað áfram í arduino. Ég og Takuma náðum að fikta okkur eitthvað áfram með fluxamasynth, gerðum trommutakta og pirrandi hljóð. Eftir þetta hætti ég að nenna að vera í arduino og fór að fikta í öðru. Ég fór í fræsivélina og skar út stafi sem ég síðan málaði og skrúfaði fasta á skilti sem ég var að útbúa fyrir leikfélagið, útkoman var mjög góð að mínu mati. Einnig prentaði ég límmiða í vínilskeranum fyrir leikmyndina á leikriti sem við erum að sína, fyrsti sem ég prentaði var ekki að virka, þannig ég kom aftur og prentaði út annan og það kemur bara helvíti vel út.

Kansas.jpg Kansas1.jpg