User:Boddisig

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Ég er 20 ára útskriftarnemi, er að fara svolítið blint inní fablab en ég held að það verði mjög spennandi að vinna í verkefnum sem tengjast þessu. Áhugasviðið tengist flugi og stefni ég á flugnám eftir útskrift. Áhugasviðið hjá mér er einnig íþróttir og þá aðalega fótbolti og golf. Það væri t.d. mjög spennandi að hanna eitthvað tengt því.

Ég byrjaði á því að gera nafnspjald í Inkscape og skar það út í leiserskeranum. Næsta verkefni var í vinyl-skeranum, þar sem eg vann í Inkscape. Það var fyrsta skiptið sem ég prufaði vinyl-skerann og skar ég út Ísland, og það kom mjög vel út. Þriðja verkefnið var tengt arduino og gekk það ekki alveg eins og ég hefði viljað, ég skildi ekki mikið það sem ég var að gera, enda fyrir utan mitt áhugasvið. Ég hef svo unnið mikið undanfarið við smellismíði, þar sem ég er að hanna kassa í Inkscape. Verkefnið gengur út á það að fá allar hliðarnar sem eru skornar út í leiser-skeranum til að smella saman til að útkoman verði kassi. Það getur verið ágætis erfiði að fá þetta til að smella saman, en það verður mjög ánægjulegt þegar allt erfiðið smellur saman.