User:Olilar

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Skólaárið 2009-2010 höfum við þrír kennarar frá Grunnskóla Vestmannaeyja með nemendur í Fab Lab stöðinni hér í Eyjum þ.e. Gísli J. Óskarsson, Jónatan Guðnason og Ólafur Lárusson. Á fyrri önn unnu nemendur verkefni sín í tölvuveri Barnaskólans vistuðu á usb lykil og fóru síðan í Fab Lab smiðjuna og skáru ýmist út í vynilsekra eða í Epilog laser skurðavel. Rafrásir voru unnar í Modela skéra og síðan voru íhlutir tengdir. Shop bot fræsivel er einnig á staðnum. Á seinni önn hafa nemendur engöngu unnið í Fab Lab smiðjunni þ.e.s. notað tölvuver smiðunnar og einnig unnið í hópum þar,það að vera í smiðjunni sjálfri og í nálægð við tölvur og vélar reynist okkur miklu árangursríkara. Verkefnin skila sér til nemenda fyrr (enda nær vélunum). Talsverðar breytingar urðu á nemendahópnum við annarskipti. Færri nemendur voru í hópi 1 og þar var einn kennari hópur 2 var fjölmennari og þar voru tveir kennarar. Starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar er alltaf á staðnum og leiðir starfið og kennarar vinna skipulag og skipa í hópa (þegar slík verkefni eru unnin).