User talk:Allifreyr

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Welcome to NMÍ Kvikan! We hope you will contribute much and well. You will probably want to read the help pages. Again, welcome and have fun! Frosti (talk) 14:53, 6 September 2013 (UTC)


Test

Fab Lab bíómynda verkefni

Fab Lab


Myndin sem okkur var sýnt í tíma átti í smá erfiðleikum með að spilast en það reddaðist að lokum með því að uppfæra spilarann.


Myndin var um mann sem vann fyrir Fab Lab og sýndi okkur það sem hann var og hafði verið að gera. Myndin vakti áhuga á Fab Lab og það sem þeir gera með því að sýna hvað það er hægt að gera mikið og hvað það getur hjálpað fólki. Í staðinn fyrir að taka hugmyndinna fyrir sig þá getur komið mikið úr því að deila öllum sínum hugmyndum, jafnvel þótt maður getur ekki gert mikið með sýnar eigin hugmyndir þá er líklegast einhver út í heimi sem getur gert eitthvað annað eða betur með hugmyndina. Maðurinn í myndinni fór yfir allt það sem hann hafði verið að gera, hann hafði verið að hjálpa fólki um heim, skoðað Fab Lab í mörgum löndum, unnið við að gera Rc þyrlu, dreifa hugmyndum á milli landa og gefa ömmu Obama gjöf. Það er margt sem getur komið úr einni hugmynd og maður sér það nánast hvert sem maður lýtur t.d. í tölvuleikjaheiminum þá gerði Valve eitthvað nýtt fyrir skotleiki með Half-Life og allir skotleikir eftir hann breyttust því þeir studdust við þeirra hugmynd, hugmyndir leiða að frekari þróun.


Myndin ætti að geta dregið meiri athygli að Fab Lab og vonandi fá fleiri til þess að taka þátt, hún sýnir augljósan tilgang og nitsemi Fab Labs. Ég persónulega veit að ég vill fara í tölvufræði og læra að forrita en það er gott að vita að Fab Lab sé möguleiki og ég held að það væri gaman að vinna við það að vera í Fab Lab.