Viðnám

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to: navigation, search

Viðnám

Viðnám hafa þann eiginleika að streytast á móti rafstraumi. Þau virka þannig að þegar spenna er sett yfir þau getur ákveðinn straumur runnið í gegn eftir því hversu stórt viðnámið er. Straumurinn sem rennur í gegnum viðnámið fæst með því að deila spennunni með viðnáminu: Staumur = Spenna/Viðnám. Þetta kallast Óhms lögmál titill tengils. Algengast er að viðnám séu um það bil 6 mm (millimetrar) langir sívalningar með tengivírum út úr báðum endum. Þau eru búin til úr málmþynnu sem er sett utan um lítið glerrör og lakkað yfir til að fá rafmagseinangrun. Utan um einangrunarlakkið eru litaðir hringir og úr þeim má lesa gildi viðnámsins. Viðnámsgildi hafa eininguna óm sem táknað er með gríska bókstafnum stóra ómega,Ω. Hversu mörg óm viðnám er má lesa út úr litum sem eru prentaðir á viðnámið. Litakóðinn gefur alltaf viðnámsgildi í ómum (Ω) en venja er að tala um óm (Ω), kílóóm (kΩ = 1.000Ω) og megaóm (MΩ = 1.000.000Ω).Hér að neðan er gefin merking litanna sem notaðir eru í merkingar á viðnámum. Venjulega eru fimm litarendur á viðnámum. Fyrstu þrjár litarendurnar tákna gildi viðnámsins þar sem hver litur hefur ákveðna tölu. Næst litarönd táknar margfaldara á bilinu 0,01 til 1.000.000. Aftasti liturinn gefur nákvæmnina á gildi viðnámsins sem getur verið 1%, 2%, 5% og 10%. Stundum er erfitt að greina nákvæmnilitinn frá hinum litaröndunum en hún er alltaf annað hvort aðeins breiðari en hinar eða lengra bil að henni en á milli hinna. Hvaða litir eru notaðir og hvaða gildi þeir hafa er best að skoða í töfluni hér a neðan:

Tafla

Error creating thumbnail: Unable to save thumbnail to destination

Dæmi um litaröðun í Viðnámi

Dæmi um litarendur á viðnámi er: gult, fjólublátt, svart, brúnt, brúnt sem gefur 4,7 kΩ (4700 Ω). Gula, fjólubláa og svarta röndin gefa 470 Ω og brúna röndin gefur margfaldara upp á 10 Ω, þannig að gildið er þá reiknað með 470 ∗ 10 Ω = 4700 Ω. Aftasta brúna röndin sem er þá aðeins breiðari eða aðeins fjær táknar þá 1% nákvæmni. Einnig eru til viðnám með fjórum litaröndum en þá gefa fyrstu tvær litarendurnar viðnámsgildið, þriðja röndin er margfaldari og fjórða röndin nákvæmnin sem er þá 5% eða 10%.