FAB Tal(K) Reykjavik
English • Deutsch • français • español • íslenska • 日本語 • Nederlands • norsk • galego • føroyskt • Türkçe •
FAB TAL(K) - 20. January
Vinnustofa Alden Hart um TinyG ofl.
Event page: https://www.facebook.com/events/408495502658975/?ref_newsfeed_story_type=regular
Alden Hart er höfundur og forritari fyrir TinyG hreyfibúnað og Arduino gShield.
Hann mun flytja erindi um og sýna síðustu útgáfu af TinyG hreyfibúnað (TinyG v9 sem er enn í þróun). Að loknum fyrirlestri gefst þátttakendum kostur á ræða við Alden og prófa búnaðinn.
Um TinyG hreyfibúnaðinn:
TinyG verkefnið er fjölása hreyfibúnaður sem er hannaður fyrir minni CNC forrit og annan búnað sem þarfnast nákvæmrar hreyfistjórnun. TinyG er hannað til að falla vel að smáum/miðlungs vélbúnað. Sjá nánar á (https://www.synthetos.com/project/tinyg/)
FAB TAL(K) - 4. november
Innovation & Entrepreneurship in relation to the Fab Lab
Event page: https://www.facebook.com/events/1495343120746316/?ref_newsfeed_story_type=regular
We have invited two speakers who have been using the fab lab to prototype and test new designs before bringing them to market.
Surprise speaker: Emilia Borgthorsdottir
Here is the short video of her work : http://emiliaborgthor.com
FAB TAL(K) - 16. September
FAB LAB og skólastarf
Event page : https://www.facebook.com/events/1468511730082740/?ref=3&ref_newsfeed_story_type=regular
Fab Lab og kennsla, samþætting skólastiga og greina - Soffía M. Magnúsdóttir
Download presentation slides: File:Fab Lab og kennsla.pdf
Lengi hefur verið áhugi innan skóla á að blanda skólastigum og brautum. Á haustönn verður kenndur áfangi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem verið er að tengja skólastig og greinar. Fyrirlesturinn mun fjalla um þetta viðfangsefni og fyrstu skref í kennslu í Fab Lab Reykjavík. Soffía M. Magnúsdóttir er framhaldskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og starfsmaður Fab Lab Reykjavik - vorönn 2014.
Litli uppfinningaskólinn í FAB LAB - Rósa Gunnarsdóttir
Link to article : http://www.frettatiminn.is/frettir/throar_nyskopunarmenntun_i_sadi_arabiu_ur_bilskur_i_hafnarfirdi
Sagt verður frá Litla uppfinningaskólanum og samstarfi hans við FABLAB bæði hér heima og erlendis í máli og myndum. Rósa Gunnarsdóttir er með doktorsgráðu í nýsköpunarmennt frá Háskólanum í Leeds í Englandi. Hún hannaði námskeiðið „Litli uppfinningaskólinn“ sem er ætlað börnum á aldrinum 9-12 ára þar sem leitað er að þörfum í samfélaginu, fundnar lausnir við þeim, búin til líkön og frumgerðir.