Broken/Vi\xf0n\xe1m: Difference between revisions

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Jump to navigation Jump to search
New page: Viðnám hafa þann eiginleika að streytast á móti rafstraumi. Þau virka þannig að þegar spenna er sett yfir þau getur ákveðinn straumur runnið í gegn eftir því hversu stór...
(No difference)

Revision as of 00:16, 25 February 2009

Viðnám hafa þann eiginleika að streytast á móti rafstraumi. Þau virka þannig að þegar spenna er sett yfir þau getur ákveðinn straumur runnið í gegn eftir því hversu stórt viðnámið er. Straumurinn sem rennur í gegnum viðnámið fæst með því að deila spennunni með viðnáminu: Staumur = Spenna/Viðnám. Þetta kallast Óhms lögmál titill tengils. Algengast er að viðnám séu um það bil 6 mm (millimetrar) langir sívalningar með tengivírum út úr báðum endum. Þau eru búin til úr málmþynnu sem er sett utan um lítið glerrör og lakkað yfir til að fá rafmagseinangrun. Utan um einangrunarlakkið eru litaðir hringir og úr þeim má lesa gildi viðnámsins. Viðnámsgildi hafa eininguna óm sem táknað er með gríska bókstafnum stóra ómega,Ω. Hversu mörg óm viðnám er má lesa út úr litum sem eru prentaðir á viðnámið. Litakóðinn gefur alltaf viðnámsgildi í ómum (Ω) en venja er að tala um óm (Ω), kílóóm (kΩ = 1.000Ω) og megaóm (MΩ = 1.000.000Ω).