Amper: Difference between revisions
Jump to navigation
Jump to search
Arnar Sm�ri (talk | contribs) New page: Amper (sem er á frönsku Ampère) og er SI grunneining rafstraums, táknuð með stóu '''A'''. Einingin er nefnd eftir franska eðlisfræðingnum '''André-Marie Ampère (1775-1836)'''. ... |
(No difference)
|
Revision as of 18:19, 24 May 2009
Amper (sem er á frönsku Ampère) og er SI grunneining rafstraums, táknuð með stóu A. Einingin er nefnd eftir franska eðlisfræðingnum André-Marie Ampère (1775-1836). Eitt amper er sá rafstraumur sem jafngildir flutningi á rafhleðslunni einu kúlombi á hverri sekúndu, þ.e. 1 A = 1 C/s. Amper er skilgreint sem sá rafstraumur sem þarf í tveimur löngum og grönnum, samsíða leiðurum til að mynda kraftinn 2x10-7 njúton á milli leiðaranna á hvern lengdarmetra þeirra.