: Difference between revisions
Jump to navigation
Jump to search
m Fræsa í Shopbot moved to Shopbot fræsivél: Skynsamlegara nafn |
|||
Line 59: | Line 59: | ||
#* Stundum tilkynnir forritið við ræsingu villu 91. Ef það gerist, eyddu þá c:\Program Files\Shopbot\Shopbot3\shopbot.ini og prófaðu aftur. Þá þarftu að gefa upp frumstillingar fyrir vélina. Þær eru í PRS/Alpha/120x60. | #* Stundum tilkynnir forritið við ræsingu villu 91. Ef það gerist, eyddu þá c:\Program Files\Shopbot\Shopbot3\shopbot.ini og prófaðu aftur. Þá þarftu að gefa upp frumstillingar fyrir vélina. Þær eru í PRS/Alpha/120x60. | ||
# Tryggja að forritið sé stillt til að vinna í millimetrum. | # Tryggja að forritið sé stillt til að vinna í millimetrum. | ||
# Smella á gula takkann á skjánum til að opna handstýringuna. | # Smella á gula takkann á skjánum fyrir ofan "Absolute" til að opna handstýringuna. | ||
# Tryggja að fræsitönn sé hæfilega hátt uppi til að hún rekist ekki í neitt þegar hún fer í gang. | # Tryggja að fræsitönn sé hæfilega hátt uppi til að hún rekist ekki í neitt þegar hún fer í gang. | ||
# Smella á úttak 1 á skjánum í handstýringarglugganum. | # Smella á úttak 1 á skjánum í handstýringarglugganum. |
Revision as of 14:55, 16 February 2009
Hugtök
- VFD - Variable Frequency Drive; einnig þekkt sem tíðnistillir
- Stjórntölva - Stór málmlitaður kassi sem hefur að geyma tölvustýringar fyrir vélina
- Tölvan - tölvan sem þú hannar verkefnið á.
- Spindel - fræsihausinn - sá partur sem snýst í hringi.
- Fræsitönn - tönn sem festist í fræsihausinn sem grefur í efnið.
- Tíðnistillir - sjá VFD
- Hz eða Hertz - tíðni; hversu oft á sekúndu atburður á sér stað.
- Pedant - gulur kubbur með þremur tökkum: neyðarrofa, reset takka og start takka.
Myndir
-
Stjórntölva
-
Pedant með neyðarrofa, reset takka og start takka
-
Spindle
-
Spindle
-
Fræsitennur, ýmsar gerðir.
-
VFD (Tíðnistillir) sem stýrir hraða spindels
-
Skiptilyklar til að skipta um fræsitennur
Shopbot skref
Undirbúningur verkefnis
- Flytjið skrá inn í Partworks hugbúnaðinn eða hannið beint í þeim hugbúnaði.
- Skilgreina stærð og þykkt efnis sem á að meðhöndla áður en þú byrjar að hanna.
- Þegar hönnunin er tilbúin þarf að búa til skurðarbrautir fyrir vélina.
- Veljið Toolpaths. Þar bjóðast nokkrir valkostir um fræsingu:
- V-Carve: V-laga skurður gerður með v-tönn
- Profile: Einfaldur skurður eftir línu
- Pocket: Fjarlægja efni innan úr lokuðum ferli
- Drill: Bora göt
- Texture: Vinna áferð ofan í efnið
- Veljið dýptina sem á að fræsa úr og í. Yfirleitt viltu byrja í núllpunkti efnisins. Dýptin sem þú grefur í er mismunandi eftir markmiðum, en ætti aldrei að vera meira en þykkt efnisins.
- Veljið Fræsitönn.
- Mismunandi fræsitennur gefa mismunandi niðurstöður. Helstu tegundir eru:
- Bein tönn: Best þegar á að fjarlægja flatarmál frekar en að skera bara.
- V-tönn: Góð til að gera fína skurði og áferðir.
- Up-cut tönn: Togar sag upp úr holum, virkar best á efni sem hafa mikið af fíngerðu sagi en brotnar ekki upp úr, s.s. MDF og spónaplötur.
- Down-cut tönn: Ýtir sagi niður, virkar best á efni sem brotnar mikið upp úr, s.s. krossviði.
- Mismunandi fræsitennur gefa mismunandi niðurstöður. Helstu tegundir eru:
- Eftir því hvernig fræsingu þú ætlar að framkvæma geturðu valið fleiri stillingar - það eru um að gera að pæla í þeim og prófa sig áfram.
- Veljið Toolpaths. Þar bjóðast nokkrir valkostir um fræsingu:
- Vistaðu skurðarbrautirnar (.shp skrá)
- Vistaðu verkefnið. (.crv skrá)
Festa efni
Gætið þess að skorða efni vel. Mögulegt er að skrúfa efnið niður, en gæta verður þess að hafa skrúfur utan þess svæðis sem á að fræsa.
ATH: Ef að efni fer á flakk meðan verið er að fræsa getur það skotist til, skemmst, brotið fræsitennur, og valdið bruna.
Ferli við fræsun
- Kveikja á rauða/gula rofanum (stilla á I) á stjórntölvunni.
- Þetta kveikir á stjórntölvunni og kæliviftu spindelsins.
- Ýta á reset takkann á pendantnum.
- Þetta kveikir á VFD tíðnistillinum.
- stilla á 150 á tíðnistillinum
- Við þurfum að hita spindelinn upp. Ágætt er að byrja í 150 og vinna sig upp.
- Opna ShopBot 3 forritið
- Stundum tilkynnir forritið við ræsingu villu 91. Ef það gerist, eyddu þá c:\Program Files\Shopbot\Shopbot3\shopbot.ini og prófaðu aftur. Þá þarftu að gefa upp frumstillingar fyrir vélina. Þær eru í PRS/Alpha/120x60.
- Tryggja að forritið sé stillt til að vinna í millimetrum.
- Smella á gula takkann á skjánum fyrir ofan "Absolute" til að opna handstýringuna.
- Tryggja að fræsitönn sé hæfilega hátt uppi til að hún rekist ekki í neitt þegar hún fer í gang.
- Smella á úttak 1 á skjánum í handstýringarglugganum.
- Setja upp heyrnahlífar, ath allir inni í smiðjunni eiga að gera það.
- Ýta á start takkann á pedantnum
- Þá byrjar spindelinn að snúast.
- Hita upp í 2 mínútur
- Hækka tíðnina smám saman í 270 og hita í 2 mínútur þegar þangað er komið.
- Slökktu núna á spindelnum með því að ýta aftur á úttak 1 í handstýringunni.
- Núllstilla borðið
- Færa endann á fræsitönninni á núllpunkt verkefnisins og veldu Zero->Zero three axis
- X ásinn er breiðasti ásinn á vélinni
- Færðu tönnina upp þannig að hún sé fyrir ofan efnið.
- Hlaða inn skrá sem á að vinna
- sækja skrá ( File -> Part File Execute)
- Kveikja á ryksugu
- Smella á start á tölvunni, og svo ýta á start takkann á pedantnum
- Þá fer spindelinn í gang
- Smella á ok í tölvunni
- Fylgjast vel með og ef eitthvað fer úrskeiðis er hægt að smella á neyðar örggisrofa
Frágangur
- Færa fræsitönn þannig að hægt sé að losa um efni eða skipta um fræsitönn (þetta er gert með shopbot stýrihugbúnaðnum)
- Slökkva á ryksugu með því að smella á hvítan rofa við rafmagnsinntakið.
- Til þess að slökkva á, smella á loka hnapp (X) í shopbot stýrihugbúnaðnum
- lækka tíðni í 150 á tíðnistillinum.
- Slökkva á rauða/gula rofanum
- Taka allar skrúfur og festingar frá.
- Sópaðu upp sag sem gæti hafa fallið til.