User:Arnithorleifs

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 13:41, 15 November 2013 by Arnithorleifs (talk | contribs)
Jump to navigation Jump to search

Ég er 18 ára nemandi í FÍV með brennandi áhuga á forritun og almennri tölvufræði. Langar að gera eitthvað skapandi og klikkað í þeim geira. Hef líka gríðarlegan áhuga á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en held að það muni ekkert koma að gagni hérna í FABLAB. FABLAB mun vera ótrúlega skemmtilegt og fræðandi og æðislegt og spennandi og þess háttar.

Síðastliðna mánuði erum við búnir að vera að skoða og skapa allskonar í fablab. Ég byrjaði t.d að búa mér til límmiða og prenta út nafnspjald sem ég teiknaði upp í inkscape. Síðan höfum við félagarnir verið að vinna að svokölluðum "Landa-Kassa" undir spil og með skiptingum. Teiknað upp í inkscape svo skárum við út í fræsiskeranum svona "prototype". Svo tókum við smá pásu frá þessu öllusaman og fórum að læra á arduino. Það var mjög gaman, gerðum skemmtileg verkefni með arduino og svooleiðis. Svo núna síðustu vikuna höfum við verið að taka í sundur ljósritunarvél, og stýri sem er notað í tölvuleiki. Könnum hvernig þetta virkar og skráum það hjá okkur.