Viðbætur
Inkscape býður upp á að nota viðbætur (plug in) til þess að auðvelda ferli við að búa til ákveðna hluti. Listi yfir undirforrit má finna hér. Til þess að virkja viðbætur í tölvu þarf að hala niður skrárnar og afrita .py og .inx skrárnar inn í Inkscape möppuna. Yfirleitt er leiðinn My computer > Program files > Inkscape > Share > Extensions. Ef þetta er gert rétt á síðan að vera hægt að opna Inkscape, smella á Extensions og finna viðbótina í listanum. Gæta þarf þess að viðbótin virkar með útgáfunni af Inkscape sem verið er að nota.