Leiðbeiningar um notkun vínylskerans
1. Kveiktu á vélinni með því að ýta á bláa takkann.
2. Staðsettu efnið sem á að skera úr vinstra megin í vínylskeranum.
3. Vínyllinn þarf að hylja linsuna og það er önnur linsa aftan á.
4. Staðsettu bæði hjólin ofan á vínylnum.
Hjólin á að færa til aftan frá!
Einnig þarf að passa að bæði hjólin séu staðsett á ,,hvíta svæðinu“.
5. Togaðu nú slána aftan á vínylskeranum upp til að festa efnið.
6. Flettu niður með örvalyklunum. Veldu ,,piece“ og ýttu svo á ,,enter“. Þá fer mótorinn í gang og vélin mælir efnið.
(Ef skjárinn sýnir ,,bad position“ ýttu þá á menu til að fá fram ,,unsetup“ og svo á ,,enter“. Ýttu því næst stönginni frá þér (sem festir efnið) og færðu hjólin á betri stað – þ.e. yfir linsuna og á hvítu línunum. Veldu svo aftur ,,piece“ og ,,enter“)
7. Opnaðu nú PDF skjalið með hönnuninni þinni og veldu þar ,,print“ (file → print).
8. file → print
9. Veldu Actual size
Veldu Portrait Smelltu svo á Properties
10. Smelltu á ,,get from machine“ hnappinn.
Smelltu svo á OK.
11. Skoðaðu vel ,,priview“ gluggann. Ef hann lítur ekki vel út (fjólubláar línur og gráir fletir) veldu þá ,,fit“ í staðinn fyrir ,,actual size“.
Þegar þetta lítur vel út, smelltu þá á ,,print“
12. Þegar vélin hættir að hreyfast er hún búin að skera.
Losaðu stöngina að aftan (sem festir efnið) og nú geturðu tekið límmiðann úr.
13. Smelltu loks á ,,enter“ á vélinni til að færa mótorinn á byrjunarreit.