Hugmyndir
Þessi kvika á að halda utan um hugmyndir sem eru ómótaðar eða í mótun. Þó skal gæta þess að þessi kvika er aðgengileg öllum þannig að mælt er gegn því að setja hér inn viðkvæmar upplýsingar svo sem hugmyndir sem munu fara í einkaleyfisumsóknarferli.
Leiðbeiningar
Hér er eðlilegt að setja inn leiðbeiningar og kennsluefni sem snýr að verklagi eða vinnuferlum, hvort sem þau nýtast innannhúss hjá NMÍ eða annarsstaðar í samfélaginu.
Dæmi:
- Fyrstu skrefin í vöruþróun
- FEM útreikningar á brotþoli steypu með Matlab
- Hvernig á að setja upp kviku
Upplýsingaveitur
Gagnasöfn ýmiskonar, hvort sem það eru greinasöfn eða hreinlega listar, eiga heima hér.
Dæmi:
- Listar yfir fyrirtæki sem starfa á ákveðnum sviðum
- Ritgerðir um fræðileg málefni, þ.m.t. masters- og doktorsritgerðir