From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 15:47, 21 October 2008 by Spm (talk | contribs) (New page: == Rök == Rök fyrir opinni nýsköpun eru margvísleg, en fyrst og fremst ganga þau út á að enginn einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun getur haft fullkomna yfirsýn yfir allar ...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search


Rök

Rök fyrir opinni nýsköpun eru margvísleg, en fyrst og fremst ganga þau út á að enginn einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun getur haft fullkomna yfirsýn yfir allar þær hugmyndir sem eru til, og því er góður leikur fyrir þá að deila og fá deilt einnig ; að samkeppni með samvinnu leiði af sér sterkari markaðsstöðu allra þátttakanda. Þá sé nýsköpunin notuð sem lyftistöng fyrir samfélagið frekar en þrætuepli.

Þessa aðferð má nota á mismunandi skala þ.e. á heimsvísu, á landsvísu, eða í klasasamstarfi og eða innan fyrirtækja.

Hefðbundin nýsköpun Opin nýsköpun
Snjallasta fólkið vinnur fyrir okkur Ekki allt snjalla fólkið vinnur hjá okkur. Við þurfum að vinna með snjöllu fólki utan fyrirtækisins.
Til að hagnast á rannsóknum og þróun þurfum við að gera uppgötvunina, þróa hana og markaðssetja hana sjálf. Utanaðkomandi rannsóknir og þróun geta skapað verðmæti. Rannsóknir innanhúss eru nauðsynleg til að auka á þau verðmæti og eiga hlutdeild í þeim verðmætum.
Ef við erum fyrri til að gera uppgötvunina getum við markaðssett hana á undan öllum öðrum. Við þurfum ekki að vera upphafsaðilar að rannsóknunum til að hagnast á þeim.
Fyrirtækið sem kemur vörunni á undan á markaðinn sigrar. Betri viðskiptaáætlun gefur betri niðurstöður en það að vera fyrstur á markaðinn.
Ef við búum til flestar og bestar hugmyndir í iðnaðinum þá sigrum við. Ef við nýtum hugmyndir bæði innanhúss og utanaðkomandi sem best, þá sigrum við.
Við ættum að stjórna okkar nýsköpunarferli, svo að keppinautar okkar hagnist ekki á okkar hugmyndum. Við ættum að græða á því að aðrir nýti sér okkar nýsköpun og við ættum að kaupa aðgang að hugverkum annarra hvenær sem það gagnast okkar viðskiptaáætlun.

Áhugaverðar bækur

  • Democratizing Innovation eftir Eric von Hippel
  • The Wealth of Networks eftir Yochai Benkler
  • Wikinomics eftir Don Tapscott, Anthony D. Williams