English • Deutsch • français • español • íslenska • 日本語 • Nederlands • norsk • galego • føroyskt • Türkçe •
Forritun AVR örgjörva með Arduino
Hér verður sýnt hvernig skal forrita ATttiny44 og ATttiny45 örtölvur með forritinu Arduino. Munurinn á ATtiny44 og ATtiny45 er sá að 44 hefur 14 pinna á sér en 45 hefur aðeins 8. Sem þýðir það að ATtiny44 getur keyrt flóknari skipanir og hefur fleiri input og output en ATtiny45. Hér til hliðar má sjá teikningar af ATtiny44 og ATtiny45.


Það sem að við þurfum til að forrita ATtiny örtölvurnar er:ISP(In system programmer) sem er tengdur með Usb tengi í tölvu. Hægt er að útbúa sinn eigin ISP og er hann kallaður Fab ISP Algengir ISP fyrir samskonar verkefni eru:
- AVRISP mkII
- Tiny AVR programmer
- USBTinyISP
- Hægt er að útbúa sinn eigin ISP og er hann kallaður Fab ISP
Að installa stuðning við ATtiny í Arduino
Best er að hafa alltaf nýjustu útgáfu Arduino. Farið á heimasíðu Arduino og hlaðið niður forritinu.