Glasasett
Fyrsta hugmyndin var að búa til glasasett með myndum af fjölskyldumeðlimunum á. Nafni þeirra og fæðingardag. Prufaði mynd af dóttur minni, fannst hún ekki koma nógu vel út, svo í bili er ég hætt við þá hugmynd. Næsta hugmynd var að fá teikningar frá lítilli frænku minni, finna gamlar teikningar eftir dætur mínar 2 og skella þeim á glösin.
Einnig er önnur hugmynd að setja einhver falleg ljóð á þau.
Vona að það gangi vel.
p.s. er búin að setja inn eina mynd á glas og laga 2 aðrar til að setja á glös.