Bytecode

From Fab Lab Wiki - by NMÍ Kvikan
Revision as of 11:06, 25 March 2009 by Spm (talk | contribs) (New page: '''Bytecode''' eða '''vélamál''' er nafn gefið á kóða sem vélar skilja. Þetta er ólíkt Assembler á þann hátt að Assembler er umritun á bytecode á þannig form að menn...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Bytecode eða vélamál er nafn gefið á kóða sem vélar skilja. Þetta er ólíkt Assembler á þann hátt að Assembler er umritun á bytecode á þannig form að menn eiga auðveldara með að lesa kóðann, en vélarnar geta þá ekki túlkað Assembler kóðann beint og þarf því að þýða hann yfir á bytecode til keyrslu.

Hver mismunandi tegund af vél eða sýndarvél hefur sitt eigið vélamál. Þannig hafa AVR og PIC örgjörvar sitthvort málið, og sömuleiðis IA32 og PowerPC. Málin eru stundum frekar lík en oft eru þau það ólík að það er engin einföld leið til að þýða úr einu í annað. Þetta gerði það að verkum að fólk hætti að forrita í vélamáli (og smálamálum almennt) nema í brýnni neyð, og fóru þess heldur að nota forritunarmál á borð við C og Python.

Sýndarvélar svo sem JVM (Java sýndarvélin) og Python túlkurinn hafa gjarnan sín eigin vélamál sem eru hraðari í keyrslu en rauntímatúlkun á forritskóðanum. Mismunandi mál ganga mislangt í þessu - Java heimtar að búið sé að þýða allt fyrirfram, Python þýðir eftir þörfum en geymir túlkaðar einingar sem skrár (*.pyc), og Perl túlkar upp á nýtt í hvert skipti.

Saga

Í fyrndinni voru margir forritarar sem gátu lesið og skrifað bytecode, en nú hefur þeim fækkað töluvert. Margar sögur eru af hetjudáðum forritara með Bytecode, enda segir gömul lumma að "alvöru forritarar forrita í vélamáli."

Ein sagan segir að Bill Gates hafi uppgötvað í flugvél á leiðinni til Albuquerque þar sem hann ætlaði að selja BASIC forritunarmálið sitt að hann hafi gleymt að búa til bootloader (lítið forrit sem hleður stærra forritið inn í minnið). Þá hafi hann tekið pappírsræmu og gatara upp úr töskunni sinni og farið að gata á fullu, en þegar hann var kominn á staðinn var bootloaderinn tilbúinn.

Sagan um Mel er ein af flottari hetjusögunum.