Skeljarskriftur
Í Linux eru Skeljarskriftur uppskriftir að aðgerðum, settar í skrár. Þær nota skelina til að framkvæma skipanir á sama hátt og gert væri úr skipannalínunni.
Skeljarskriftur eru auðþekkjanlegar á tvennu:
- Skráarnöfnin enda oft (en alls ekki alltaf!) á .sh -- þetta er meira hefð en regla
- Fyrsta línan í þeim er nær undantekningarlaust svokölluð "hash bang" lína, sem segir stýrikerfinu hvaða skel eigi að nota. Algeng hash bang lína er:
#!/bin/bash
(þetta er borið fram "hash bang slash bin slash bash")