Stafrænar rásir eru rafrásir þar sem notaðar eru stafrænar bylgjur. Stafrænar rásir nota Booleíska algebru (sjá einnig sanntöflur) og eru notaðar í tölvur, farsímum, og ýmsum öðrum raftækjum. Í stafrænni rás er bylgja táknað með strjálum ástöndum eða rökstigum. Kostirnir við stafrænar aðferðir koma frá því að það er auðveldara að fá stafrænt tæki til að fara í þekkt ástand en það er að fá samfellda bylgju til að hegða sér fullkomnlega rétt.
Samkvæmt hefðinni eru notuð tvö ástönd, eða rökstig, sem eru almennt kölluð 0 og 1, en stafræn kerfi geta þó haft fleiri rökstig.
Stafrænar rásir eru almennt sett saman úr stórum samsetningum rökhliða, sem framkvæma einfaldar Booleískar aðgerðir. Rafmagnsverkfræðingar gera ekki greinarmun á hugtökunum stafræn rás, stafrænt kerfi og rökkerfi þegar verið aer að tala um rásir.
Kostir
- Hægt að endurtaka sömu aðgerir ítrekað án þess að glata nákvæmni
- Hægt að ná fram sama ástandi tvisvar
- Oft einfaldari en sambærilegar hliðrænar rásir
- Stafræn kerfi geta notað hugbúnað, sem táknræna útlistun á framkvæmd
Ókostir
- Nota í sumum tilfellum meiri orku en hliðræn kerfi
- Þegar verið er að framkvæma mælingar á raunveruleikanum eru mæliþættirnir hliðrænir, og því verður tap á nákvæmni við umbreytingu yfir í stafrænt form. Þetta tap má bæta upp að stóru leyti með því að auka bitafjölda mælingana annars vegar, og með því að brúa á milli mælinganna hinsvegar.